Innlent

Lofaði drengjunum sælgæti kæmu þeir upp í bílinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/Vilhelm
Gerð var alvarleg tilraun til tælingar rétt utan skólahverfis Háteigsskóla síðdegis í gær. Þetta kemur fram í bréfi sem Ásgeir Beinteinsson skólastjóri sendi til foreldra.

Um er að ræða tvo drengi á yngsta stigi sem voru saman hjá versluninni Nóatúni í Nóatúni síðdegis í gær. Maður í bíl reyndi að fá drengina í bílinn til sín með loforði um sælgæti. Drengirnir afþökkuðu strax og drifu sig þegar heim á hlaupahjólunum sínum. Að sögn Ásgeirs var lögregla var kölluð til og gátu drengirnir gefið greinargóða lýsingu á manninum og bílnum. Málið er í rannsókn.

Um enn eitt tilfellið er að ræða þar sem reynt hefur verið að lokka börn upp í bíla. Sambærileg atvik hafa átt sér stað í Álftamýri, Laugarnesi og Seljahverfi á árinu.

Ásgeir segir í bréfinu til foreldra mikilvægt að foreldrar brýni fyrir börnum sínum eftirfarandi atriði:

-Reyna, ef þess er nokkur kostur, að vera samferða heim.

-Þiggja ekki sælgæti hjá ókunnugum.

-Fara ekki upp í bíl til ókunnugra.

-Komi eitthvað upp: Forða sér og hafa strax samband við foreldra og / eða hlaupa heim.

-Reyna að gera sér vel grein fyrir aðstæðum svo að hægt sé að lýsa atvikinu fyrir lögreglunni.

Þá sé mikilvægt að foreldrar hafi samband við lögreglu þegar svona atvik komi upp og brýni fyrir börnum að flýta sér heim úr skólanum. Þá sé mikilvægt að gæta þess að vekja ekki ótta hjá börnunum því fullorðið fólk sé upp til hópa gott og traust. Bent er á að farið sé að dimma og nýjar útivistarreglur í gildi.


Tengdar fréttir

„Hann reyndi að ræna syni mínum“

Þrátt fyrir að einhver hafi reynt að lokka son hans upp í bíl til sín með sælgæti, er hann ekki reiður gerandanum eða vill honum illt, heldur vill hann að gerandinn leiti sér hjálpar.

Reynt að lokka dreng upp í bíl

Nemandi í fyrsta bekk í Seljaskóla var stoppaður á leið sinni heim úr skólanum af manni í bíl sem bauð honum sælgæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.