Innlent

"Neysluskattar á matvæli eru slæm leið til að ná fram tekjujöfnuði í samfélaginu“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Vísir/STEFÁN
„Neysluskattar á matvæli eru slæm leið til að ná fram tekjujöfnuði í samfélaginu, til að styðja við tekjulága hópa. Miklu árangursríkara og skilvirkara er að styðja við tekjulægstu þjóðfélagshópana með beinum aðgerðum í gegnum bóta-og styrktarkerfið,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld.

Bjarni gaf lítið fyrir gagnrýni á fjárlagafrumvarpið og benti á að ráðstöfunartekjur myndu hækka um 0,5% og verðlag lækka um 0,2% vegna breytinga á skattkerfinu og hækkun barnabóta. Hann sagði verðbólgu vera í sögulegu lágmarki og að atvinnuleysi færi minnkandi.

Fjármálaráðherra ítrekaði að ríkisstjórnin hefði frá upphafi stefnt að lækkun skatta og minnka þar með skattbyrði einstaklinga og atvinnulífs. Með breytingum á virðisaukaskatti væri lagður grunnur að frekari lækkun á beinum sköttum á einstaklinga.




Tengdar fréttir

"Ríkisstjórn ríka fólksins“

"Barnlaust launafólk jafnt og barnafjölskyldur munu því bera hækkunina óbætta. Samt kiknar Framsóknarflokkurinn í hnjánum og virðist ætla að beygja sig í duftið til þess að matarskatturinn nái fram að ganga.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×