Innlent

Dólgafrjálshyggja Sjálfstæðisflokksins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG Vísir/GVA
„Og hvernig fór með heimilin sem átti að verja en á núna að rukka meira fyrir matinn, fyrir heita vatnið, fyrir rafmagnið? Og bjóða ómarkvissa skuldaniðurfellingu í staðinn fyrir að efla vaxtabótakerfið? Er ríkisstjórnin kannski bara að ríkisstjórn sumra heimila?“

Þessara spurninga spurði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Hún sagði að það glitti í dólgafrjálshyggju Sjálfstæðisflokksins í stefnu-og málaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þing.

Katrín sagði ríkisstjórnina lækka skatta og gjöld á þá sem best standa í þjóðfélaginu á meðan matarskattar hækka. Það væri því engu líkara en að boðuðum skattabreytingum ríkisstjórnarinnar væri ætlað að auka ójöfnuð í samfélaginu. Auðlegðarskattur verði til að mynda felldur niður og veiðigjaldið lækkað enn frekar á komandi ári.

Að auki segir Katrín stefnu ríkisstjórnarinnar einkennast af skammtímahugsun en hún segir viðfangsefnin kalla á langtímahugsun. Byggja þurfi upp innviði samfélagsins en Katrín segir áherslurnar í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar aðrar þar sem lítið svigrúm sé til að byggja upp velferðina og greiða niður skuldir ríkissjóðs.






Tengdar fréttir

"Ríkisstjórn ríka fólksins“

"Barnlaust launafólk jafnt og barnafjölskyldur munu því bera hækkunina óbætta. Samt kiknar Framsóknarflokkurinn í hnjánum og virðist ætla að beygja sig í duftið til þess að matarskatturinn nái fram að ganga.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×