Innlent

Leita leiða til að aflétta fjármagnshöftum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Skipaður hefur verið framkvæmdahópur sem mun gera tillögur að leiðum til að létta fjármagnshöftum af íslensku efnahagslífi. Sú vinna mun byggja á tillögum ráðgjafahóps um heildstæða lausn sem mun taka á öllum þáttum fjármagnshaftanna. Þessu greindi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frá í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld.

„Stjórnvöld hafa sér til aðstoðar afar færa erlenda sérfræðinga á sviði lögfræði auk efnahagslegra ráðgjafa sem aðstoða við mótun þjóðhagslegra skilyrða.  Efnahagsstefna stjórnvalda við afnám fjármagnshafta verður byggð á þessum skilyrðum ásamt ítarlegri greiðslujafnaðargreiningu,“ sagði Sigmundur.

Þá tók hann fram að breytinga sé þörf á húsnæðismarkaðnum og að nauðsynlegt sé að byggja upp virkan langtímaleigumarkað. Sagði hann félags- og húsnæðismálaráðherra stefna að því að leggja fram fjögur lagafrumvörp sem miða að bættri skipan húsnæðismála.

Hægt er að fylgjast með umræðunum í beinni útsendingu hér á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×