"Felst einföldunin í að tólf sé einfaldari tala en sjö?“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. september 2014 20:55 Katrín Jakobsdóttir flytur ræðu sína. vísir/ernir „Tvö virðisaukaskattsþrep verða.. tvö virðisaukaskattsþrep. Ef ég hef reiknað þetta rétt er þetta fækkun um núll skattþrep. Eða felst einföldunin í að tólf sé einfaldari tala en sjö?“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld og gagnrýndi þar með nýtt fjárlagafrumvarp sem lagt var fram í gær. Í frumvarpinu er meðal annars áætlað að lægra þrep virðisaukaskatts hækki úr sjö prósentum í tólf og efra þrepið lækki úr 25,5 prósentum í 24 prósent þann 1. janúar á næsta ári. Þó kemur fram í frumvarpinu sjálfu að lægra þrep hækki í ellefu prósent en er það villa í frumvarpinu sem verður lagfærð. „Hver veit nema ástæða þess að virðisaukaskattsþrepið er 12% í glærukynningu ráðherrans en 11% í frumvarpinu sjálfu sé sú að það er búið ákveða málamiðlunina milli stjórnarflokkanna og semja leikritið sem á að leika fyrir forviða Íslendinga fram í nóvember? Ég bíð spennt,“ sagði Katrín. Hækkunin á lægra virðisaukaskattsþrepinu þýðir að virðisaukaskattur á matvæli hækkar um fimm prósentustig og samkvæmt greiningu sem unnin var fyrir fjármálaráðuneytið þýðir það að matarkostnaður fjögurra manna fjölskyldu hækkar um 42.240 krónur á ári. Sagði hún þessa hækkun á matarskatti vekja furðu. „Meðal ýmissa tíðinda fjárlagafrumvarpsins er hækkun á matarskatti. Hæstvirtur forsætisráðherra kallaði slíka hækkun „aðför að lágtekjufólki“ árið 2011. Núna leggur hæstvirtur fjármálaráðherra þetta til, væntanlega með stuðningi hæstvirts forsætisráðherra. Þannig að nú er aðförin kannski ekki lengur aðför en kannski skýrist þetta meðan við fylgjumst með merku leikriti stjórnarflokkanna þar sem þeir togast á um áformin.“ Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending frá stefnuræðu forsætisráðherra Vísir er með beina útsendingu frá stefnuræðu forsætisráðherra og umræðu um hana. 10. september 2014 19:30 Forystufólk í beinni í Íslandi í dag Formenn og forystufólk allra flokka ræddu helstu átakalínur fjárlagafrumvarpsins í beinni frá Alþingi. 10. september 2014 20:00 Dólgafrjálshyggja Sjálfstæðisflokksins Katrín Jakobsdóttir segir ríkisstjórnina lækka skatta og gjöld á þá sem best standa í þjóðfélaginu á meðan matarskattar hækka. 10. september 2014 20:30 "Ríkisstjórn ríka fólksins“ "Barnlaust launafólk jafnt og barnafjölskyldur munu því bera hækkunina óbætta. Samt kiknar Framsóknarflokkurinn í hnjánum og virðist ætla að beygja sig í duftið til þess að matarskatturinn nái fram að ganga.“ 10. september 2014 20:00 Forsætisráðherra gagnrýndi þingmenn stjórnarandstöðunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór með stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. 10. september 2014 20:04 Matarskattur mun hækka um fimm prósentustig á næsta ári Neðra þrep virðisaukaskatts hækkar úr sjö prósentum í tólf prósent á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi sem dreift var á Alþingi í gær. Efra þrep mun lækka úr 25,5 prósentum í 24 prósent. Áætlað er að barnabætur hækki en skerðingarhlutfall aukist 10. september 2014 08:15 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Tvö virðisaukaskattsþrep verða.. tvö virðisaukaskattsþrep. Ef ég hef reiknað þetta rétt er þetta fækkun um núll skattþrep. Eða felst einföldunin í að tólf sé einfaldari tala en sjö?“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld og gagnrýndi þar með nýtt fjárlagafrumvarp sem lagt var fram í gær. Í frumvarpinu er meðal annars áætlað að lægra þrep virðisaukaskatts hækki úr sjö prósentum í tólf og efra þrepið lækki úr 25,5 prósentum í 24 prósent þann 1. janúar á næsta ári. Þó kemur fram í frumvarpinu sjálfu að lægra þrep hækki í ellefu prósent en er það villa í frumvarpinu sem verður lagfærð. „Hver veit nema ástæða þess að virðisaukaskattsþrepið er 12% í glærukynningu ráðherrans en 11% í frumvarpinu sjálfu sé sú að það er búið ákveða málamiðlunina milli stjórnarflokkanna og semja leikritið sem á að leika fyrir forviða Íslendinga fram í nóvember? Ég bíð spennt,“ sagði Katrín. Hækkunin á lægra virðisaukaskattsþrepinu þýðir að virðisaukaskattur á matvæli hækkar um fimm prósentustig og samkvæmt greiningu sem unnin var fyrir fjármálaráðuneytið þýðir það að matarkostnaður fjögurra manna fjölskyldu hækkar um 42.240 krónur á ári. Sagði hún þessa hækkun á matarskatti vekja furðu. „Meðal ýmissa tíðinda fjárlagafrumvarpsins er hækkun á matarskatti. Hæstvirtur forsætisráðherra kallaði slíka hækkun „aðför að lágtekjufólki“ árið 2011. Núna leggur hæstvirtur fjármálaráðherra þetta til, væntanlega með stuðningi hæstvirts forsætisráðherra. Þannig að nú er aðförin kannski ekki lengur aðför en kannski skýrist þetta meðan við fylgjumst með merku leikriti stjórnarflokkanna þar sem þeir togast á um áformin.“
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending frá stefnuræðu forsætisráðherra Vísir er með beina útsendingu frá stefnuræðu forsætisráðherra og umræðu um hana. 10. september 2014 19:30 Forystufólk í beinni í Íslandi í dag Formenn og forystufólk allra flokka ræddu helstu átakalínur fjárlagafrumvarpsins í beinni frá Alþingi. 10. september 2014 20:00 Dólgafrjálshyggja Sjálfstæðisflokksins Katrín Jakobsdóttir segir ríkisstjórnina lækka skatta og gjöld á þá sem best standa í þjóðfélaginu á meðan matarskattar hækka. 10. september 2014 20:30 "Ríkisstjórn ríka fólksins“ "Barnlaust launafólk jafnt og barnafjölskyldur munu því bera hækkunina óbætta. Samt kiknar Framsóknarflokkurinn í hnjánum og virðist ætla að beygja sig í duftið til þess að matarskatturinn nái fram að ganga.“ 10. september 2014 20:00 Forsætisráðherra gagnrýndi þingmenn stjórnarandstöðunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór með stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. 10. september 2014 20:04 Matarskattur mun hækka um fimm prósentustig á næsta ári Neðra þrep virðisaukaskatts hækkar úr sjö prósentum í tólf prósent á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi sem dreift var á Alþingi í gær. Efra þrep mun lækka úr 25,5 prósentum í 24 prósent. Áætlað er að barnabætur hækki en skerðingarhlutfall aukist 10. september 2014 08:15 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Bein útsending frá stefnuræðu forsætisráðherra Vísir er með beina útsendingu frá stefnuræðu forsætisráðherra og umræðu um hana. 10. september 2014 19:30
Forystufólk í beinni í Íslandi í dag Formenn og forystufólk allra flokka ræddu helstu átakalínur fjárlagafrumvarpsins í beinni frá Alþingi. 10. september 2014 20:00
Dólgafrjálshyggja Sjálfstæðisflokksins Katrín Jakobsdóttir segir ríkisstjórnina lækka skatta og gjöld á þá sem best standa í þjóðfélaginu á meðan matarskattar hækka. 10. september 2014 20:30
"Ríkisstjórn ríka fólksins“ "Barnlaust launafólk jafnt og barnafjölskyldur munu því bera hækkunina óbætta. Samt kiknar Framsóknarflokkurinn í hnjánum og virðist ætla að beygja sig í duftið til þess að matarskatturinn nái fram að ganga.“ 10. september 2014 20:00
Forsætisráðherra gagnrýndi þingmenn stjórnarandstöðunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór með stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. 10. september 2014 20:04
Matarskattur mun hækka um fimm prósentustig á næsta ári Neðra þrep virðisaukaskatts hækkar úr sjö prósentum í tólf prósent á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi sem dreift var á Alþingi í gær. Efra þrep mun lækka úr 25,5 prósentum í 24 prósent. Áætlað er að barnabætur hækki en skerðingarhlutfall aukist 10. september 2014 08:15