Innlent

Stórfenglegt eldgos - Myndasyrpa frá Holuhrauni

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Auðunn
Eldgosið sem nú stendur yfir í Holuhrauni, norðan við Vatnajökul, hefur nú staðið yfir í rúma fimm sólarhringa. Það hófst aðfararnótt sunnudagsins. Í gærkvöldi hafði hraunið úr eldgosinu þakið 9,1 kílómetra svæði

Svæðið er enn lokað fyrir umferð, en ákvörðun um áframhaldandi lokun á svæðinu verður tekin síðar í dag. Sá órói sem mældist við gosstöðvarnar dó út í gærkvöldi og ekki hefur borið á honum aftur.

Auðunn Níelsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, flaug yfir svæðið í gær og tók meðfylgjandi myndir og má með sanni segja að eldgosið sé stórfenglegt.


Tengdar fréttir

Ferðaþjónustuaðilar skipuleggja ferðir á gosstöðvar

Lokanir vega vegna eldgoss norðan Vatnajökuls hafa kostað ferðaþjónustufyrirtæki allt að tvær milljónir á dag. Mesta tjónið af lokun Dettifossvegar að vestan. Byrjað er að skipuleggja ferðir að gosstöðvum í Holuhrauni.

Dregur úr óróa á gosstað

Stærsti skjálfti næturinnar mældist 4,8 stig að stærð og reið hann yfir rétt fyrir klukkan fjögur nyrst í Bárðarbunguöskju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×