Innlent

Dregur úr óróa á gosstað

Tökumenn Stöðvar 2 við hið nýja hraun sem nú þekur svæði sem jafnast á við Grafarvog að umfangi.
Tökumenn Stöðvar 2 við hið nýja hraun sem nú þekur svæði sem jafnast á við Grafarvog að umfangi. visir/Egill
Órói sem sást á mælum við gosstöðvarnar norðan af Vatnajökli í gær dó út um hálftíu í gær og hefur ekki borið á honum aftur.

Stærsti skjálfti næturinnar mældist 4,8 stig að stærð og reið hann yfir rétt fyrir klukkan fjögur nyrst í Bárðarbunguöskju. Smáskjálftar mældust á svipuðum slóðum og áður, í Bárðarbungu, í ganginum bæði nyrst og undir Dyngjujökulsporðinum, austan Öskju og Herðubreiðartagla.

Í skeyti frá Veðurstofu segir að helsta nýnæmið í nótt hafi verið að fáeinir smáskjálftar mældust 6-7 km norður af Herðubreið. Rúmlega 80 skjálftar hafa verið sjálfvirkt staðsettir í nótt. Ekki sést til gosstöðva á myndavélum sem stendur en virkni þar var svipuð síðast er sást til gosstöðvanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×