Innlent

Skemmdarverk í Bolungarvík: Valdimar Lúðvík kærður

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Valdimar Lúðvík Gíslason.
Valdimar Lúðvík Gíslason. mynd/elías/bb
Lögð hefur verið fram kæra á hendur Valdimar Lúðvík Gíslasyni vegna skemmdarverka sem hann hefur viðurkennt að hafa unnið á friðuðu húsi í Bolungarvík. Bolungarvíkurkaupstaður og Minjastofnun Íslands lögðu fram kæruna. BB greinir frá.

Húsið sem eyðilagt var, var eyðilagt í skjóli nætur aðfaranótt mánudagsins 7.júlí. Valdimar Lúðvík lýsti yfir ábyrgð á skemmdarverkinu og sagðist hafa verið neyddir til verknaðarins vegna þeirrar slysahættu sem myndaðist umhverfis húsið.

Bæjarstjórn Bolungarvíkur bíður nú eftir skýrslu Minjastofnunar og verður ákvörðun um hvort endurbyggja skuli húsið tekið í kjölfar hennar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×