Bolungarvík kærir skemmdarverkin Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. júlí 2014 20:23 Eins og myndin sýnir eru skemmdirnar sem unnar voru miklar. mynd/elías jónatansson Bæjarfélag Bolungarvíkur mun kæra skemmdarverk á húsi við Aðalstræti 16 sem unnin voru aðfaranótt mánudags. Lagt verður mat á umfang skemmdanna og skaðabótakrafa gefin út á geranda. Þetta var ákveðið á fundi bæjarráðs í kvöld. Baldur Smári Einarsson, formaður bæjarráðs, segir að engin ákvörðun hafi þó verið tekin um framtíð hússins, það verði gert um leið og búið verði að meta ástand hússins. „Það er von á sérfræðingi frá minjastofnun í næstu viku sem kemur til með að meta ástandið,“ segir Baldur. Skemmdirnar sem unnar voru á húsinu í Bolungarvík voru gífurlegar. Ekki liggur fyrir hvaða tæki var notað til að vinna skemmdir á húsinu, og athygli vekur að engin vitni hafi tekið eftir því þegar skemmdirnar voru unnar. Þrjár traktorsgröfur eru í Bolungarvík en í ljósi þess hve gamalt húsið er og illa farið gætu önnur tæki, svo sem lyftarar, hafa verið notuð. Einn hefur réttarstöðu grunaðs í málinu og hefur hann þegar verið yfirheyrður. Honum var þó sleppt að lokinni yfirheyrslu.Í bókun bæjarfélagsins segir að bæjarfélagið fordæmi þau eignarspjöll sem unnin voru á húsinu, en bæjaryfirvöld hafa á undanförnum mánuðum lagt mikla vinnu og fjármuni í að deiliskipuleggja svæðið sem húsið er hluti af. Húsið var í eigu Íbúðalánasjóðs en er nú í eigu bæjarfélagsins. Lengi hafa deilur staðið yfir um húsið sjálft og hvort eigi að rífa það, eða gera það upp. Bæjarins besta sagði frá því í fyrra að Guðrún Stella Gissurardóttir og Soffía Vagnsdóttir hefðu gert bindandi tilboð í húsið. Þær hafi viljað koma upp þar framleiðslu og þjónustu sem byggði á sögunni um landnámskonuna Þuríði sundafylli.mynd/elías jónatanssonvísir/elías jónatansson Tengdar fréttir 105 ára gamalt hús skemmt í skjóli nætur Vinnuvél var notuð í nótt til að stórskemma hús í Bolungarvík, sem byggt var árið 1909. 7. júlí 2014 11:47 Yfirheyrður eftir að hafa viðurkennt skemmdarverk Einn hefur verið yfirheyrður vegna skemmdanna sem unnar voru á friðuðu húsi í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. 8. júlí 2014 17:40 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Bæjarfélag Bolungarvíkur mun kæra skemmdarverk á húsi við Aðalstræti 16 sem unnin voru aðfaranótt mánudags. Lagt verður mat á umfang skemmdanna og skaðabótakrafa gefin út á geranda. Þetta var ákveðið á fundi bæjarráðs í kvöld. Baldur Smári Einarsson, formaður bæjarráðs, segir að engin ákvörðun hafi þó verið tekin um framtíð hússins, það verði gert um leið og búið verði að meta ástand hússins. „Það er von á sérfræðingi frá minjastofnun í næstu viku sem kemur til með að meta ástandið,“ segir Baldur. Skemmdirnar sem unnar voru á húsinu í Bolungarvík voru gífurlegar. Ekki liggur fyrir hvaða tæki var notað til að vinna skemmdir á húsinu, og athygli vekur að engin vitni hafi tekið eftir því þegar skemmdirnar voru unnar. Þrjár traktorsgröfur eru í Bolungarvík en í ljósi þess hve gamalt húsið er og illa farið gætu önnur tæki, svo sem lyftarar, hafa verið notuð. Einn hefur réttarstöðu grunaðs í málinu og hefur hann þegar verið yfirheyrður. Honum var þó sleppt að lokinni yfirheyrslu.Í bókun bæjarfélagsins segir að bæjarfélagið fordæmi þau eignarspjöll sem unnin voru á húsinu, en bæjaryfirvöld hafa á undanförnum mánuðum lagt mikla vinnu og fjármuni í að deiliskipuleggja svæðið sem húsið er hluti af. Húsið var í eigu Íbúðalánasjóðs en er nú í eigu bæjarfélagsins. Lengi hafa deilur staðið yfir um húsið sjálft og hvort eigi að rífa það, eða gera það upp. Bæjarins besta sagði frá því í fyrra að Guðrún Stella Gissurardóttir og Soffía Vagnsdóttir hefðu gert bindandi tilboð í húsið. Þær hafi viljað koma upp þar framleiðslu og þjónustu sem byggði á sögunni um landnámskonuna Þuríði sundafylli.mynd/elías jónatanssonvísir/elías jónatansson
Tengdar fréttir 105 ára gamalt hús skemmt í skjóli nætur Vinnuvél var notuð í nótt til að stórskemma hús í Bolungarvík, sem byggt var árið 1909. 7. júlí 2014 11:47 Yfirheyrður eftir að hafa viðurkennt skemmdarverk Einn hefur verið yfirheyrður vegna skemmdanna sem unnar voru á friðuðu húsi í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. 8. júlí 2014 17:40 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
105 ára gamalt hús skemmt í skjóli nætur Vinnuvél var notuð í nótt til að stórskemma hús í Bolungarvík, sem byggt var árið 1909. 7. júlí 2014 11:47
Yfirheyrður eftir að hafa viðurkennt skemmdarverk Einn hefur verið yfirheyrður vegna skemmdanna sem unnar voru á friðuðu húsi í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. 8. júlí 2014 17:40