Bolungarvík kærir skemmdarverkin Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. júlí 2014 20:23 Eins og myndin sýnir eru skemmdirnar sem unnar voru miklar. mynd/elías jónatansson Bæjarfélag Bolungarvíkur mun kæra skemmdarverk á húsi við Aðalstræti 16 sem unnin voru aðfaranótt mánudags. Lagt verður mat á umfang skemmdanna og skaðabótakrafa gefin út á geranda. Þetta var ákveðið á fundi bæjarráðs í kvöld. Baldur Smári Einarsson, formaður bæjarráðs, segir að engin ákvörðun hafi þó verið tekin um framtíð hússins, það verði gert um leið og búið verði að meta ástand hússins. „Það er von á sérfræðingi frá minjastofnun í næstu viku sem kemur til með að meta ástandið,“ segir Baldur. Skemmdirnar sem unnar voru á húsinu í Bolungarvík voru gífurlegar. Ekki liggur fyrir hvaða tæki var notað til að vinna skemmdir á húsinu, og athygli vekur að engin vitni hafi tekið eftir því þegar skemmdirnar voru unnar. Þrjár traktorsgröfur eru í Bolungarvík en í ljósi þess hve gamalt húsið er og illa farið gætu önnur tæki, svo sem lyftarar, hafa verið notuð. Einn hefur réttarstöðu grunaðs í málinu og hefur hann þegar verið yfirheyrður. Honum var þó sleppt að lokinni yfirheyrslu.Í bókun bæjarfélagsins segir að bæjarfélagið fordæmi þau eignarspjöll sem unnin voru á húsinu, en bæjaryfirvöld hafa á undanförnum mánuðum lagt mikla vinnu og fjármuni í að deiliskipuleggja svæðið sem húsið er hluti af. Húsið var í eigu Íbúðalánasjóðs en er nú í eigu bæjarfélagsins. Lengi hafa deilur staðið yfir um húsið sjálft og hvort eigi að rífa það, eða gera það upp. Bæjarins besta sagði frá því í fyrra að Guðrún Stella Gissurardóttir og Soffía Vagnsdóttir hefðu gert bindandi tilboð í húsið. Þær hafi viljað koma upp þar framleiðslu og þjónustu sem byggði á sögunni um landnámskonuna Þuríði sundafylli.mynd/elías jónatanssonvísir/elías jónatansson Tengdar fréttir 105 ára gamalt hús skemmt í skjóli nætur Vinnuvél var notuð í nótt til að stórskemma hús í Bolungarvík, sem byggt var árið 1909. 7. júlí 2014 11:47 Yfirheyrður eftir að hafa viðurkennt skemmdarverk Einn hefur verið yfirheyrður vegna skemmdanna sem unnar voru á friðuðu húsi í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. 8. júlí 2014 17:40 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sjá meira
Bæjarfélag Bolungarvíkur mun kæra skemmdarverk á húsi við Aðalstræti 16 sem unnin voru aðfaranótt mánudags. Lagt verður mat á umfang skemmdanna og skaðabótakrafa gefin út á geranda. Þetta var ákveðið á fundi bæjarráðs í kvöld. Baldur Smári Einarsson, formaður bæjarráðs, segir að engin ákvörðun hafi þó verið tekin um framtíð hússins, það verði gert um leið og búið verði að meta ástand hússins. „Það er von á sérfræðingi frá minjastofnun í næstu viku sem kemur til með að meta ástandið,“ segir Baldur. Skemmdirnar sem unnar voru á húsinu í Bolungarvík voru gífurlegar. Ekki liggur fyrir hvaða tæki var notað til að vinna skemmdir á húsinu, og athygli vekur að engin vitni hafi tekið eftir því þegar skemmdirnar voru unnar. Þrjár traktorsgröfur eru í Bolungarvík en í ljósi þess hve gamalt húsið er og illa farið gætu önnur tæki, svo sem lyftarar, hafa verið notuð. Einn hefur réttarstöðu grunaðs í málinu og hefur hann þegar verið yfirheyrður. Honum var þó sleppt að lokinni yfirheyrslu.Í bókun bæjarfélagsins segir að bæjarfélagið fordæmi þau eignarspjöll sem unnin voru á húsinu, en bæjaryfirvöld hafa á undanförnum mánuðum lagt mikla vinnu og fjármuni í að deiliskipuleggja svæðið sem húsið er hluti af. Húsið var í eigu Íbúðalánasjóðs en er nú í eigu bæjarfélagsins. Lengi hafa deilur staðið yfir um húsið sjálft og hvort eigi að rífa það, eða gera það upp. Bæjarins besta sagði frá því í fyrra að Guðrún Stella Gissurardóttir og Soffía Vagnsdóttir hefðu gert bindandi tilboð í húsið. Þær hafi viljað koma upp þar framleiðslu og þjónustu sem byggði á sögunni um landnámskonuna Þuríði sundafylli.mynd/elías jónatanssonvísir/elías jónatansson
Tengdar fréttir 105 ára gamalt hús skemmt í skjóli nætur Vinnuvél var notuð í nótt til að stórskemma hús í Bolungarvík, sem byggt var árið 1909. 7. júlí 2014 11:47 Yfirheyrður eftir að hafa viðurkennt skemmdarverk Einn hefur verið yfirheyrður vegna skemmdanna sem unnar voru á friðuðu húsi í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. 8. júlí 2014 17:40 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sjá meira
105 ára gamalt hús skemmt í skjóli nætur Vinnuvél var notuð í nótt til að stórskemma hús í Bolungarvík, sem byggt var árið 1909. 7. júlí 2014 11:47
Yfirheyrður eftir að hafa viðurkennt skemmdarverk Einn hefur verið yfirheyrður vegna skemmdanna sem unnar voru á friðuðu húsi í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. 8. júlí 2014 17:40