"Megum ekki gleyma því að þetta er okkar saga“ Randver Kári Randversson skrifar 14. júlí 2014 22:36 Pálmi Gestsson stendur fyrir opnum fundi í Bolungarvík á morgun um friðun húsa í bænum. Vísir/GVA „Ég vil nú leggja áherslu á það að sagan er ekki mæld í fermetrum eða einhverjum höllum. Við megum ekki gleyma því að þetta er okkar saga. Þetta segir söguna hér í þessu byggðarlagi. Saga er ekki skoðun eða smekkur, hún er bara saga,“ segir Pálmi Gestsson, leikari, sem stendur fyrir opnum fundi í Bolungarvík annað kvöld. Tilgangur fundarins er að ræða um friðun gamalla húsa og sögulegra minja í bænum. Atvikið frá því í síðustu viku þegar unnin voru skemmdarverk á 105 ára gömlu húsi í Bolungarvík hafði áhrif á Pálma og hvatti hann til að halda þennan fund. „Það var auðvitað dálítið áfall að sjá fólk ganga svona til verks, í skjóli nætur. En fundurinn kemur ekki til með að fjalla um það sérstaka atvik. Það fer bara sína leið. Þetta hvatti mig til að halda þennan fund og vita hvort að hvað Bolvíkingar hefðu að segja um þessi mál, um þessi gömlu sögulegu hús og minjar hér. Af því ég held að það hafi í rauninni aldrei talað um þessi mál hér nema í tveggja manna tali,“ segir Pálmi. Pálmi kallar eftir því að bæjaryfirvöld í Bolungarvík myndi stefnu um þessi mál. „Það er búið að rífa svo mikið af gömlum húsum hérna, sem mér finnst vera svolítið slys. Sjálfsagt á þetta sér einhverjar skýringar og sjálfsagt er eitthvað af þessu réttlætanlegt, en þetta er of mikið orðið. Ég tel of langt gengið í þessum málum. Núna líka þegar flest bæjarfélög, að mér er sagt, eru að vakna til vitundar um sinn menningararf í þessum efnum. Maður sér víða hvað fólk er orðið duglegt við að gera upp þessi gömlu fallegu hús sem eru með sögu og sál. “ Fundurinn hefst klukkan 20 á morgun og þar mun Þór Hjaltalín, minjavörður Norðvesturlands halda erindi um lög um minjavernd. Pálmi hvetur alla sem áhuga hafa á þessum málum að mæta. „Mér rann blóðið til skyldunnar og ég held að þetta verði bara skemmtilegt og fróðlegt, og þetta er nú bara hugsað til þess. Við ætlum að skoða gamlar myndir héðan og það verða þessi erindi og svo kannski einhverjar fyrirspurnir. Aðalatriðið er fólk komi og sýni bara að því standi ekki á sama. Þess vegna vil ég hveta alla áhugamenn um söguna, bæði hér og annars staðar að koma. Það eru allir velkomnir,“ segir Pálmi að lokum. Tengdar fréttir Bolungarvík kærir skemmdarverkin Bæjarfélag Bolungarvíkur fordæmir eignarspjöll sem unnin voru á friðuðu húsi í sveitarfélaginu. 8. júlí 2014 20:23 Yfirheyrður eftir að hafa viðurkennt skemmdarverk Einn hefur verið yfirheyrður vegna skemmdanna sem unnar voru á friðuðu húsi í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. 8. júlí 2014 17:40 „Ég er með góðan málstað, því ég er að verja fólk“ Valdimar Lúðvík Gíslason hefur viðurkennt að hafa skemmt friðað hús í Bolungarvík. 9. júlí 2014 14:43 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
„Ég vil nú leggja áherslu á það að sagan er ekki mæld í fermetrum eða einhverjum höllum. Við megum ekki gleyma því að þetta er okkar saga. Þetta segir söguna hér í þessu byggðarlagi. Saga er ekki skoðun eða smekkur, hún er bara saga,“ segir Pálmi Gestsson, leikari, sem stendur fyrir opnum fundi í Bolungarvík annað kvöld. Tilgangur fundarins er að ræða um friðun gamalla húsa og sögulegra minja í bænum. Atvikið frá því í síðustu viku þegar unnin voru skemmdarverk á 105 ára gömlu húsi í Bolungarvík hafði áhrif á Pálma og hvatti hann til að halda þennan fund. „Það var auðvitað dálítið áfall að sjá fólk ganga svona til verks, í skjóli nætur. En fundurinn kemur ekki til með að fjalla um það sérstaka atvik. Það fer bara sína leið. Þetta hvatti mig til að halda þennan fund og vita hvort að hvað Bolvíkingar hefðu að segja um þessi mál, um þessi gömlu sögulegu hús og minjar hér. Af því ég held að það hafi í rauninni aldrei talað um þessi mál hér nema í tveggja manna tali,“ segir Pálmi. Pálmi kallar eftir því að bæjaryfirvöld í Bolungarvík myndi stefnu um þessi mál. „Það er búið að rífa svo mikið af gömlum húsum hérna, sem mér finnst vera svolítið slys. Sjálfsagt á þetta sér einhverjar skýringar og sjálfsagt er eitthvað af þessu réttlætanlegt, en þetta er of mikið orðið. Ég tel of langt gengið í þessum málum. Núna líka þegar flest bæjarfélög, að mér er sagt, eru að vakna til vitundar um sinn menningararf í þessum efnum. Maður sér víða hvað fólk er orðið duglegt við að gera upp þessi gömlu fallegu hús sem eru með sögu og sál. “ Fundurinn hefst klukkan 20 á morgun og þar mun Þór Hjaltalín, minjavörður Norðvesturlands halda erindi um lög um minjavernd. Pálmi hvetur alla sem áhuga hafa á þessum málum að mæta. „Mér rann blóðið til skyldunnar og ég held að þetta verði bara skemmtilegt og fróðlegt, og þetta er nú bara hugsað til þess. Við ætlum að skoða gamlar myndir héðan og það verða þessi erindi og svo kannski einhverjar fyrirspurnir. Aðalatriðið er fólk komi og sýni bara að því standi ekki á sama. Þess vegna vil ég hveta alla áhugamenn um söguna, bæði hér og annars staðar að koma. Það eru allir velkomnir,“ segir Pálmi að lokum.
Tengdar fréttir Bolungarvík kærir skemmdarverkin Bæjarfélag Bolungarvíkur fordæmir eignarspjöll sem unnin voru á friðuðu húsi í sveitarfélaginu. 8. júlí 2014 20:23 Yfirheyrður eftir að hafa viðurkennt skemmdarverk Einn hefur verið yfirheyrður vegna skemmdanna sem unnar voru á friðuðu húsi í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. 8. júlí 2014 17:40 „Ég er með góðan málstað, því ég er að verja fólk“ Valdimar Lúðvík Gíslason hefur viðurkennt að hafa skemmt friðað hús í Bolungarvík. 9. júlí 2014 14:43 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Bolungarvík kærir skemmdarverkin Bæjarfélag Bolungarvíkur fordæmir eignarspjöll sem unnin voru á friðuðu húsi í sveitarfélaginu. 8. júlí 2014 20:23
Yfirheyrður eftir að hafa viðurkennt skemmdarverk Einn hefur verið yfirheyrður vegna skemmdanna sem unnar voru á friðuðu húsi í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. 8. júlí 2014 17:40
„Ég er með góðan málstað, því ég er að verja fólk“ Valdimar Lúðvík Gíslason hefur viðurkennt að hafa skemmt friðað hús í Bolungarvík. 9. júlí 2014 14:43