Íslenski boltinn

Lagerbäck: Enn spurningarmerki með Jóhann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lars Lagerbäck fór þrisvar sinnum með Svíþjóð á EM.
Lars Lagerbäck fór þrisvar sinnum með Svíþjóð á EM. Vísir/Anton
Óvíst er hvort kantmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson verði með íslenska landsliðinu gegn því tyrkneska á Laugardalsvellinum á morgun.

Jóhann, sem gekk til liðs Charlton frá AZ Alkmaar í sumar, glímir við meiðsli í nára og tók af þeim sökum ekki þátt í æfingu íslenska liðsins í gær.

„Það er enn spurningarmerki með Jóhann, en aðrir leikmenn eru klárir. Við sjáum hvernig hann verður í dag og tökum svo ákvörðun um framhaldið,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

„Hann var betri í gær. Hann æfði ekki með okkur, en var á hlaupaæfingu með sjúkraþjálfurunum. Hann var mun betri en þeir bjuggust við í gær sem er gott. Það er óvíst hvort hann verði með, en vonandi verður hann klár.“

Leikurinn á morgun er fyrsti leikur Íslands í undankeppni EM 2016 í Frakklandi og jafnframt fyrsti keppnisleikur landsliðsins frá því liðið tapaði fyrir Króatíu í Zagreb í leik um sæti á HM síðasta haust.


Tengdar fréttir

Ákvörðunin að fara til Verona algjör Guðsgjöf

Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í fótbolta, er klár í slaginn fyrir nýja undankeppni. Hann grætur ekki tapið gegn Króatíu síðasta vetur heldur lítur á gengi liðsins sem jákvæðan hlut sem hann nýtir sér.

Jóhann Berg: Teljum okkur vera með betra lið en þeir

Jóhann Berg Guðmundsson, vængmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir íslenska liðið stefna á sigur á þriðjudaginn gegn Tyrkjum. Leikurinn er fyrsti leikur í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Frakklandi 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×