Sagðist ekki hafa séð ráðningarsamning Reynis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2014 12:18 Hallgrímur ásamt Jóni Trausta Reynissyni, framkvæmdastjóra DV. Vísir/GVA „Það ríkir mikil samstaða um að ekki sé hægt að starfa áfram á meðan þetta liggur í loftinu,“ segir blaðamaður DV í samtali við Vísi. Hallgrímur Thorsteinsson, nýr ritstjóri DV, og Þorsteinn Guðnason, stjórnarformaður DV, svöruðu spurningum starfsmanna á fundi í morgun. Starfsmenn eru afar óhressir við þær tilkynningar sem stjórn DV hefur sent út undanfarið og í kjölfar hallarbyltingarinnar sem gerð var á aðalfundi á föstudaginn.Í tilkynningu frá stjórn DV í gær kom fram að til stæði að láta fram fara tvíþætta úttekt á félaginu. Farið yrði yfir rekstur og fjármál félagsins annars vegar og skoðun á faglegum þáttum í ljósi ábendinga sem hafa komið fram hins vegar. Óháðir aðilar myndu verða fengnir til að vinna úttektirnar. Þorsteinn tók við stjórnarformennsku á föstudag auk þess sem kjörin var ný stjórn. Hallgrímur var svo ráðinn ritstjóri í gær. Reynir Traustason ritstjóri var svo leystur frá starfskyldum sínum í gær sem starfsmenn DV eru margir hverjir mjög ósáttir við. „Það er mikil reiði vegna þess hvernig komið er fram við fyrrverandi ritstjóra.“Hallgrímur Thorsteinsson, nýr ritstjóri DV og DV.is, heilsar starfsmönnum fyrir fundinn í morgun.Vísir/GVASamkvæmt heimildum Vísis gengu starfsmenn DV á þá Hallgrím og Þorstein af töluverðum ákafa og kröfðu þá um svör. Skilja þeir ekki hvers vegna Reynir hafi verið leystur frá starfskyldum sínum en ekki einfaldlega rekinn. Heimildarmaður Vísis segir að lengi vel hafi verið fátt um svör varðandi þá ákvörðun stjórnar. Með tímanum hafi svörin orðið á þá leið að Reynir hafi verið leystur undan starfskyldum en ekki sagt upp þar sem stjórnarmenn hefðu ekki haft ráðrúm til að kynna sér ráðningarsamning Reynis. Fundurinn hófst klukkan níu og stóð til hádegis. Voru þeir Hallgrímur og Þorsteinn til svara til klukkan ellefu en þá yfirgaf Þorsteinn fundinn. Skilningur þess blaðamanns DV sem Vísir ræddi við var sá að fundinum yrði framhaldið eftir hádegi. „Okkur finnst vegið að trúverðugleika allra sem starfa hér,“ segir blaðamaður DV. Tveir blaðamenn DV sögðu upp störfum á miðlinum fyrir helgi. Ekki liggur fyrir hvort fleiri hafi farið að þeirra fordæmi. Hvorki hefur náðst í Hallgrím Thorsteinsson né Þorstein Guðnason þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag. Tengdar fréttir Mikill hasar í herbúðum DV Blaðamenn ekki sáttir við gagnrýni á störf Reynis Traustasonar 8. september 2014 10:30 Hallgrímur Thorsteinsson ráðinn ritstjóri DV Reynir Traustason hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum og Hallgrímur hefur störf á morgun. 7. september 2014 19:03 Fráhvarf Ólafs breytir engu fyrir framhald DV "Mér fannst Reynir stundum ganga full nærri fólki. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ 7. september 2014 15:48 Hallgrímur fór yfir málin með ritstjórninni Nýr ritstjóri DV, Hallgrímur Thorsteinsson, fundaði með ritstjórn sinni í húsakynnum DV í Tryggvagötu í morgun. 8. september 2014 09:45 Ólafur hættir við að taka sæti í nýrri stjórn DV "Starfsmönnum DV þakka ég gott samstarf og ánægjuleg viðkynningu og vona að þeirra bíði björt framtíð á öflugum miðli.” 7. september 2014 15:03 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira
„Það ríkir mikil samstaða um að ekki sé hægt að starfa áfram á meðan þetta liggur í loftinu,“ segir blaðamaður DV í samtali við Vísi. Hallgrímur Thorsteinsson, nýr ritstjóri DV, og Þorsteinn Guðnason, stjórnarformaður DV, svöruðu spurningum starfsmanna á fundi í morgun. Starfsmenn eru afar óhressir við þær tilkynningar sem stjórn DV hefur sent út undanfarið og í kjölfar hallarbyltingarinnar sem gerð var á aðalfundi á föstudaginn.Í tilkynningu frá stjórn DV í gær kom fram að til stæði að láta fram fara tvíþætta úttekt á félaginu. Farið yrði yfir rekstur og fjármál félagsins annars vegar og skoðun á faglegum þáttum í ljósi ábendinga sem hafa komið fram hins vegar. Óháðir aðilar myndu verða fengnir til að vinna úttektirnar. Þorsteinn tók við stjórnarformennsku á föstudag auk þess sem kjörin var ný stjórn. Hallgrímur var svo ráðinn ritstjóri í gær. Reynir Traustason ritstjóri var svo leystur frá starfskyldum sínum í gær sem starfsmenn DV eru margir hverjir mjög ósáttir við. „Það er mikil reiði vegna þess hvernig komið er fram við fyrrverandi ritstjóra.“Hallgrímur Thorsteinsson, nýr ritstjóri DV og DV.is, heilsar starfsmönnum fyrir fundinn í morgun.Vísir/GVASamkvæmt heimildum Vísis gengu starfsmenn DV á þá Hallgrím og Þorstein af töluverðum ákafa og kröfðu þá um svör. Skilja þeir ekki hvers vegna Reynir hafi verið leystur frá starfskyldum sínum en ekki einfaldlega rekinn. Heimildarmaður Vísis segir að lengi vel hafi verið fátt um svör varðandi þá ákvörðun stjórnar. Með tímanum hafi svörin orðið á þá leið að Reynir hafi verið leystur undan starfskyldum en ekki sagt upp þar sem stjórnarmenn hefðu ekki haft ráðrúm til að kynna sér ráðningarsamning Reynis. Fundurinn hófst klukkan níu og stóð til hádegis. Voru þeir Hallgrímur og Þorsteinn til svara til klukkan ellefu en þá yfirgaf Þorsteinn fundinn. Skilningur þess blaðamanns DV sem Vísir ræddi við var sá að fundinum yrði framhaldið eftir hádegi. „Okkur finnst vegið að trúverðugleika allra sem starfa hér,“ segir blaðamaður DV. Tveir blaðamenn DV sögðu upp störfum á miðlinum fyrir helgi. Ekki liggur fyrir hvort fleiri hafi farið að þeirra fordæmi. Hvorki hefur náðst í Hallgrím Thorsteinsson né Þorstein Guðnason þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag.
Tengdar fréttir Mikill hasar í herbúðum DV Blaðamenn ekki sáttir við gagnrýni á störf Reynis Traustasonar 8. september 2014 10:30 Hallgrímur Thorsteinsson ráðinn ritstjóri DV Reynir Traustason hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum og Hallgrímur hefur störf á morgun. 7. september 2014 19:03 Fráhvarf Ólafs breytir engu fyrir framhald DV "Mér fannst Reynir stundum ganga full nærri fólki. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ 7. september 2014 15:48 Hallgrímur fór yfir málin með ritstjórninni Nýr ritstjóri DV, Hallgrímur Thorsteinsson, fundaði með ritstjórn sinni í húsakynnum DV í Tryggvagötu í morgun. 8. september 2014 09:45 Ólafur hættir við að taka sæti í nýrri stjórn DV "Starfsmönnum DV þakka ég gott samstarf og ánægjuleg viðkynningu og vona að þeirra bíði björt framtíð á öflugum miðli.” 7. september 2014 15:03 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira
Mikill hasar í herbúðum DV Blaðamenn ekki sáttir við gagnrýni á störf Reynis Traustasonar 8. september 2014 10:30
Hallgrímur Thorsteinsson ráðinn ritstjóri DV Reynir Traustason hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum og Hallgrímur hefur störf á morgun. 7. september 2014 19:03
Fráhvarf Ólafs breytir engu fyrir framhald DV "Mér fannst Reynir stundum ganga full nærri fólki. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ 7. september 2014 15:48
Hallgrímur fór yfir málin með ritstjórninni Nýr ritstjóri DV, Hallgrímur Thorsteinsson, fundaði með ritstjórn sinni í húsakynnum DV í Tryggvagötu í morgun. 8. september 2014 09:45
Ólafur hættir við að taka sæti í nýrri stjórn DV "Starfsmönnum DV þakka ég gott samstarf og ánægjuleg viðkynningu og vona að þeirra bíði björt framtíð á öflugum miðli.” 7. september 2014 15:03