Innlent

Ólafur hættir við að taka sæti í nýrri stjórn DV

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ólafur M. er framkvæmdastjóri mjólkurbúsins Kú. Hann er til hægri á myndinni.
Ólafur M. er framkvæmdastjóri mjólkurbúsins Kú. Hann er til hægri á myndinni.
Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri mjólkurbúsins Kú, ætlar ekki að taka sæti í nýrri stjórn DV. Hann hafði gefið það út í síðustu viku að hann hygðist gera það og var kosinn til þess starfa á föstudag. Ástæðuna segir hann vera annríki. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum rétt í þessu.

„Um leið og ég þakka hluthöfum DV það traust sem þeir hafa sýnt mér óska ég þeim velfarnaðar í störfum sínum og óska ég  þess að DV verið áfram frjálst og óháð og friður skapist um starfsemi blaðsins. Starfsmönnum DV þakka ég gott samstarf og ánægjuleg viðkynningu og vona að þeirra bíði björt framtíð á öflugum miðli,” sagði Ólafur í tilkynningunni. 

Ólafur var áður fyrr stjórnarformaður DV. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. 

Reynir Traustason hefur enn ekki verið rekinn sem ritstjóri en hann hefur gefið það út að hann vonist til þess að það verði gert. Ný stjórn var kosin á hluthafafundi á föstudag. 






Tengdar fréttir

Reynir bíður eftir brottrekstrinum

„Þetta var hundleiðinlegur fundur. Hörkuátök og mikið af kaupsamningum voru gerðir á servíettur sem endaði með því að við töpuðum.“

Ný stjórn DV kjörin á aðalfundi

Mikið gekk á á fundinum og gengu hlutabréf í félaginu kaupum og sölum. Skrifað var undir kaupsamninga hlutabréfa á servíettur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×