Hallarbylting var gerð á hluthafafundi DV í gær Ingvar haraldsson skrifar 6. september 2014 09:30 Reynir Traustason, ritstjóri DV, heilsar Sigurði G. Guðjónssyni, lögmanni Björns Leifssonar í World Class. vísir/anton brink Ný stjórn var kjörin á hluthafafundi útgáfufélags DV sem lauk á tíunda tímanum í gærkvöldi. Þorsteinn Guðnason var kjörinn stjórnarformaður. Með honum í stjórn sitja Lilja Skaftadóttir, Jón Þorsteinn Gunnarsson, Ólafur Magnússon og Björgvin Þorsteinsson. Þeir stjórnarmenn sem Fréttablaðið ræddi við í gær segja að ekki sé búið að taka ákvörðun um ráðningu nýs ritstjóra. Fundurinn í gær var framhald fundar sem hófst á föstudaginn í síðustu viku en var frestað um viku vegna deilna um ársreikning félagsins. Deilt var um fjölmörg efnisatriði á fundinum sem hófst klukkan fimm. Umboð fundarmanna sem á fundinum sátu voru grandskoðuð til að ganga úr skugga um að einungis eigendur hlutafjár í DV sætu fundinn. Reynir Traustason ritstjóri sagði eftir fundinn við Fréttablaðið að það væri léttir að komin væri niðurstaða í málið. „Ég svo sannarlega vona að þeir sýni mér þá miskunn að reka mig,“ sagði Reynir. Hann segir að ný stjórn hafi verið kjörin með mjög naumum meirihluta, einungis einu prósenti. Blaðamenn á DV eru uggandi yfir niðurstöðunni. „Við höfum áhyggjur því að við vitum ekki hvaða aðilar eru að taka blaðið yfir eða af hverju. Þeir tala um að þeir ætli ekki að hafa áhrif á ritstjórnarstefnuna en Björn Leifsson var í þessum hópi og hann hefur gefið út að hann hafi keypt hluti í félaginu með það að markmiði að skipta ritstjóranum út,“ segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, aðstoðarritstjóri blaðsins. Reynir hefur notið mikils stuðnings starfsmanna á blaðinu og starfsmenn DV sem Fréttablaðið ræddi við segja óvissuna erfiða. Þeir vilja hins vegar ekki gefa upp hvort þeir hyggist segja upp störfum hætti Reynir sem ritstjóri. „Reynir hefur reynst okkur vel,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, og bætir við að „það er svo sannarlega ekki á færi hvers sem er að ritstýra blaðinu jafn vel og hann hefur gert.“ Jón Bjarki Magnússon, sem einnig er blaðamaður á DV, segir óvissu um framtíð blaðsins vera óþægilega. „Vikan er búin að vera erfið eins og gefur að skilja. Það er svolítið furðulegt að bíða bara og sjá hvað gerist.“ Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Ný stjórn var kjörin á hluthafafundi útgáfufélags DV sem lauk á tíunda tímanum í gærkvöldi. Þorsteinn Guðnason var kjörinn stjórnarformaður. Með honum í stjórn sitja Lilja Skaftadóttir, Jón Þorsteinn Gunnarsson, Ólafur Magnússon og Björgvin Þorsteinsson. Þeir stjórnarmenn sem Fréttablaðið ræddi við í gær segja að ekki sé búið að taka ákvörðun um ráðningu nýs ritstjóra. Fundurinn í gær var framhald fundar sem hófst á föstudaginn í síðustu viku en var frestað um viku vegna deilna um ársreikning félagsins. Deilt var um fjölmörg efnisatriði á fundinum sem hófst klukkan fimm. Umboð fundarmanna sem á fundinum sátu voru grandskoðuð til að ganga úr skugga um að einungis eigendur hlutafjár í DV sætu fundinn. Reynir Traustason ritstjóri sagði eftir fundinn við Fréttablaðið að það væri léttir að komin væri niðurstaða í málið. „Ég svo sannarlega vona að þeir sýni mér þá miskunn að reka mig,“ sagði Reynir. Hann segir að ný stjórn hafi verið kjörin með mjög naumum meirihluta, einungis einu prósenti. Blaðamenn á DV eru uggandi yfir niðurstöðunni. „Við höfum áhyggjur því að við vitum ekki hvaða aðilar eru að taka blaðið yfir eða af hverju. Þeir tala um að þeir ætli ekki að hafa áhrif á ritstjórnarstefnuna en Björn Leifsson var í þessum hópi og hann hefur gefið út að hann hafi keypt hluti í félaginu með það að markmiði að skipta ritstjóranum út,“ segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, aðstoðarritstjóri blaðsins. Reynir hefur notið mikils stuðnings starfsmanna á blaðinu og starfsmenn DV sem Fréttablaðið ræddi við segja óvissuna erfiða. Þeir vilja hins vegar ekki gefa upp hvort þeir hyggist segja upp störfum hætti Reynir sem ritstjóri. „Reynir hefur reynst okkur vel,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, og bætir við að „það er svo sannarlega ekki á færi hvers sem er að ritstýra blaðinu jafn vel og hann hefur gert.“ Jón Bjarki Magnússon, sem einnig er blaðamaður á DV, segir óvissu um framtíð blaðsins vera óþægilega. „Vikan er búin að vera erfið eins og gefur að skilja. Það er svolítið furðulegt að bíða bara og sjá hvað gerist.“
Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira