Hallgrímur Thorsteinsson ráðinn ritstjóri DV Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2014 19:03 Hallgrímur Thorsteinsson, ritstjóri DV. Vísir/Valgarður Á fundi nýrrar stjórnar útgáfufélags DV sem lauk fyrir stundu var Hallgrímur Thorsteinsson ráðinn ritstjóri DV og dv.is. Reynir Traustason hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum. Hallgrímur hefur störf á morgun. „Við ætlum okkur að efla og styrkja félagið. DV er fjölmiðill sem er mikilvægur fyrir íslenskt samfélag. Blaðið hefur lagt stund á rannsóknarblaðamennsku og er það ætlun nýrrar stjórnar að halda áfram á þeirri braut. Slík blaðamennska gerir miklar kröfur til þeirra sem hana stunda og um leið þarf að vera hafið yfir allan vafa að ritstjórnin sé sjálfstæð og öllum óháð,“ segir Þorsteinn Guðnason, stjórnarformaður útgáfufélagsins í tilkynningu. „Það er mín von að þau átök sem verið hafa um útgáfufélagið séu nú að baki og að við öll sem að DV stöndum, berum gæfu til þess að horfa fram á veginn og kappkosta að búa til góðan fjölmiðil. Við ætlum okkur stóra hluti með DV og dv.is og ráðning reynsluboltans Hallgríms Thorsteinssonar er vonandi fyrsta skrefið af mörgum í þá átt.“ Hallgrímur segir að honum sé það kappsmál að DV skipi áfram sterkan sess sem framvörður íslenskrar fréttamennsku og haldi áfram að rjúfa þögnina þar sem aðrir vilja láta kyrrt liggja. „Ég hlakka til að hefja störf með öflugum hópi fagfólks á þessum mikilvæga fréttamiðli.” Þá ákvað stjórnin á fundinum að láta farar fram tvíþætta úttekt á félaginu. Farið verður yfir rekstur og fjármál félagsins annarsvegar og skoðun á faglegum þáttum í ljósi ábendinga sem hafa komið fram. Óháðir aðilar munu verða fengnir til að vinna úttektirnar. Starfsmannafundur hefur verið boðaður á morgun, þar sem starfsfólki verður gerð fylltri grein fyrir framtíðaráformum.Hallgrímur er með áratugareynslu af fjölmiðlum. Hann hefur átt farsælan feril í frétta- og þáttastjórn í útvarpi og jafnframt stýrt uppbyggingu vefmiðla. Hallgrímur er með masterspróf í gagnvirkri miðlun frá New York University. Post by Reynir Traustason. Tengdar fréttir Vonar að tímabundin afskipti bæti íslenska blaðamennsku "Á undanförnum árum hefur DV fjallað í 290 greinum um mig, fjölskyldu mína og fyrirtæki sem ég veiti forsöðu,“ segir Björn Leifsson betur þekktur sem Bjössi í World Class. 6. september 2014 18:27 Hallarbylting var gerð á hluthafafundi DV í gær "Ég svo sannarlega vona að þeir sýni mér þá miskunn að reka mig,“ segir Reynir Traustason ritstjóri DV. 6. september 2014 09:30 Reynir bíður eftir brottrekstrinum „Þetta var hundleiðinlegur fundur. Hörkuátök og mikið af kaupsamningum voru gerðir á servíettur sem endaði með því að við töpuðum.“ 5. september 2014 23:05 Ólafur hættir við að taka sæti í nýrri stjórn DV "Starfsmönnum DV þakka ég gott samstarf og ánægjuleg viðkynningu og vona að þeirra bíði björt framtíð á öflugum miðli.” 7. september 2014 15:03 Ný stjórn DV kjörin á aðalfundi Mikið gekk á á fundinum og gengu hlutabréf í félaginu kaupum og sölum. Skrifað var undir kaupsamninga hlutabréfa á servíettur. 5. september 2014 22:29 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Á fundi nýrrar stjórnar útgáfufélags DV sem lauk fyrir stundu var Hallgrímur Thorsteinsson ráðinn ritstjóri DV og dv.is. Reynir Traustason hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum. Hallgrímur hefur störf á morgun. „Við ætlum okkur að efla og styrkja félagið. DV er fjölmiðill sem er mikilvægur fyrir íslenskt samfélag. Blaðið hefur lagt stund á rannsóknarblaðamennsku og er það ætlun nýrrar stjórnar að halda áfram á þeirri braut. Slík blaðamennska gerir miklar kröfur til þeirra sem hana stunda og um leið þarf að vera hafið yfir allan vafa að ritstjórnin sé sjálfstæð og öllum óháð,“ segir Þorsteinn Guðnason, stjórnarformaður útgáfufélagsins í tilkynningu. „Það er mín von að þau átök sem verið hafa um útgáfufélagið séu nú að baki og að við öll sem að DV stöndum, berum gæfu til þess að horfa fram á veginn og kappkosta að búa til góðan fjölmiðil. Við ætlum okkur stóra hluti með DV og dv.is og ráðning reynsluboltans Hallgríms Thorsteinssonar er vonandi fyrsta skrefið af mörgum í þá átt.“ Hallgrímur segir að honum sé það kappsmál að DV skipi áfram sterkan sess sem framvörður íslenskrar fréttamennsku og haldi áfram að rjúfa þögnina þar sem aðrir vilja láta kyrrt liggja. „Ég hlakka til að hefja störf með öflugum hópi fagfólks á þessum mikilvæga fréttamiðli.” Þá ákvað stjórnin á fundinum að láta farar fram tvíþætta úttekt á félaginu. Farið verður yfir rekstur og fjármál félagsins annarsvegar og skoðun á faglegum þáttum í ljósi ábendinga sem hafa komið fram. Óháðir aðilar munu verða fengnir til að vinna úttektirnar. Starfsmannafundur hefur verið boðaður á morgun, þar sem starfsfólki verður gerð fylltri grein fyrir framtíðaráformum.Hallgrímur er með áratugareynslu af fjölmiðlum. Hann hefur átt farsælan feril í frétta- og þáttastjórn í útvarpi og jafnframt stýrt uppbyggingu vefmiðla. Hallgrímur er með masterspróf í gagnvirkri miðlun frá New York University. Post by Reynir Traustason.
Tengdar fréttir Vonar að tímabundin afskipti bæti íslenska blaðamennsku "Á undanförnum árum hefur DV fjallað í 290 greinum um mig, fjölskyldu mína og fyrirtæki sem ég veiti forsöðu,“ segir Björn Leifsson betur þekktur sem Bjössi í World Class. 6. september 2014 18:27 Hallarbylting var gerð á hluthafafundi DV í gær "Ég svo sannarlega vona að þeir sýni mér þá miskunn að reka mig,“ segir Reynir Traustason ritstjóri DV. 6. september 2014 09:30 Reynir bíður eftir brottrekstrinum „Þetta var hundleiðinlegur fundur. Hörkuátök og mikið af kaupsamningum voru gerðir á servíettur sem endaði með því að við töpuðum.“ 5. september 2014 23:05 Ólafur hættir við að taka sæti í nýrri stjórn DV "Starfsmönnum DV þakka ég gott samstarf og ánægjuleg viðkynningu og vona að þeirra bíði björt framtíð á öflugum miðli.” 7. september 2014 15:03 Ný stjórn DV kjörin á aðalfundi Mikið gekk á á fundinum og gengu hlutabréf í félaginu kaupum og sölum. Skrifað var undir kaupsamninga hlutabréfa á servíettur. 5. september 2014 22:29 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Vonar að tímabundin afskipti bæti íslenska blaðamennsku "Á undanförnum árum hefur DV fjallað í 290 greinum um mig, fjölskyldu mína og fyrirtæki sem ég veiti forsöðu,“ segir Björn Leifsson betur þekktur sem Bjössi í World Class. 6. september 2014 18:27
Hallarbylting var gerð á hluthafafundi DV í gær "Ég svo sannarlega vona að þeir sýni mér þá miskunn að reka mig,“ segir Reynir Traustason ritstjóri DV. 6. september 2014 09:30
Reynir bíður eftir brottrekstrinum „Þetta var hundleiðinlegur fundur. Hörkuátök og mikið af kaupsamningum voru gerðir á servíettur sem endaði með því að við töpuðum.“ 5. september 2014 23:05
Ólafur hættir við að taka sæti í nýrri stjórn DV "Starfsmönnum DV þakka ég gott samstarf og ánægjuleg viðkynningu og vona að þeirra bíði björt framtíð á öflugum miðli.” 7. september 2014 15:03
Ný stjórn DV kjörin á aðalfundi Mikið gekk á á fundinum og gengu hlutabréf í félaginu kaupum og sölum. Skrifað var undir kaupsamninga hlutabréfa á servíettur. 5. september 2014 22:29