Innlent

Fráhvarf Ólafs breytir engu fyrir framhald DV

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvorki Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, til vinstri, né Ólafur M. Magnússon geta upplýst hver varamaður hans er.
Hvorki Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, til vinstri, né Ólafur M. Magnússon geta upplýst hver varamaður hans er.
„Ég held þetta breyti í sjálfu sér engu,“ segir Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri mjólkurbúsins Kú þegar Vísir náði af honum tali vegna tilkynningar hans um að hann hygðist ekki taka sæti í stjórn DV. Ný stjórn var kjörin á aðalfundi síðastliðinn föstudag. „Ég er verkum hlaðinn og eins og menn þekkja hef ég staðið í mikilli baráttu. Maður getur ekki barist á öllum vígstöðum. Ég held hreinlega að þetta sé ekki mín kaka að baka.“

Ólafur var áður fyrr stjórnarformaður DV og segist hann hafa átt gott samstarf með Reyni á meðan þeir voru í samstarfi, Reynir ritstjóri blaðsins eins og kunnugt er. „Við deildum vissulega ekki alltaf sömu sýn,“ segir Ólafur sem segist ávallt hafa lagt ríka áherslu á að fólki væri sýnd virðing. „Mér fannst Reynir stundum ganga full nærri fólki. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ Hann segir það dómstóla að fella dóma um sekt eða sýknu manna – ekki fjölmiðla. „Það eiga allir sínar góðu hliðar og allir eiga málsbætur í hverju máli. Það eru alltaf tvær hliðar á öllu.“

Ólafur segist ekki hafa hugmynd um hver varamaður sinn í stjórnina er en sá kemur til með að taka sæti í hans stað.

Sigurður G. Guðjónsson, talsmaður meirihlutaeiganda DV, segir það rétt hjá Ólafi að ákvörðun hans breyti engu. „Það eru varamenn í stjórn og það tekur bara varamaður sæti.“ Sigurður gat heldur ekki upplýst blaðamann um hver téður varamaður er. 


Tengdar fréttir

Reynir bíður eftir brottrekstrinum

„Þetta var hundleiðinlegur fundur. Hörkuátök og mikið af kaupsamningum voru gerðir á servíettur sem endaði með því að við töpuðum.“

Ný stjórn DV kjörin á aðalfundi

Mikið gekk á á fundinum og gengu hlutabréf í félaginu kaupum og sölum. Skrifað var undir kaupsamninga hlutabréfa á servíettur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×