Enski boltinn

Tim Sherwood tekur ekki við Crystal Palace

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Tim Sherwood.
Tim Sherwood. Vísir/Getty
Tim Sherwood staðfesti í gær við SkySports að hann hefði hætt samningarviðræðum við Crystal Palace þar sem verkefnið hentaði honum ekki. Óvíst er hver tekur við starfinu en Tony Pulis hætti óvænt sem knattspyrnustjóri liðsins fyrir viku síðan.

Allt frá því að Pulis komst að samkomulagi um að hætta með félagið voru Malky Mackay og Sherwood orðaðir við liðið. Eftir að í ljós kom að verið er að rannsaka Mackay fyrir samskipti sín við fyrrverandi samstarfsfélaga sem innihéldu rasisma, hommahatur og niðrandi orð í garð kvenna datt hann úr myndinni í gær.

Var því talið nokkuð víst að Sherwood sem er án starfs eftir að hafa verið sagt upp hjá Tottenham í vor væri valkostur númer eitt hjá forráðamönnum Crystal Palace. Sherwood hitti Steve Parish, stjórnarformann Crystal Palace á dögunum en hann hefur tilkynnt Parish að hann muni ekki taka við félaginu að svo stöddu.

„Ég óska þeim góðs gengis að finna nýjan knattspyrnustjóra en þetta hentar mér ekki að svo stöddu. Þetta er frábært félag með mikla sögu en þeir eru í erfiðri stöðu sem var ófyrirsjáanleg. Ég vill þakka Parish fyrir að bjóða mér í viðtal sem gekk vel en ég hef ákveðið að taka nafn mitt úr myndinni eins og staðan er.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×