Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Breiðablik 2-2 | Enn gera Blikar jafntefli Guðmundur Marinó Ingvarsson á Samsung-vellinum skrifar 24. ágúst 2014 00:01 Arnar Már í loftköstum í kvöld. Vísir/Valli Stjarnan og Breiðablik skildu jöfn 2-2 í 17. umferð Pepsí deildar karla í fótbolta á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld. Sanngjörn úrslit í fjörugum leik. Hálfleikarnir voru vægast sagt ólíkir. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik en Stjarnan komst þó yfir á 44. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Seinni hálfleikur var taumlaus skemmtun og byrjaði með látum. Breiðablik skoraði tvö mörk á sjö fyrstu mínútunum og komst yfir áður en Stjarnan virtist vöknuð. Mikið álag hefur verið á Stjörnunni með góðum árangri í Evrópukeppni og virtist það hafa tekið sinn toll af liðinu. Liðið missti þrjá menn meidda af leikvelli í fyrri hálfleik og virkaði þreytt í upphafi seinni hálfleiks. En Stjarnan er ekki vön að vera undir í sumar enda liðið ekki enn tapað leik og hresstist liðið verulega við það að lenda undir. Baráttuandinn vaknaði og liðið náði að jafna metin átta mínútum fyrir leikslok. Breiðablik var þó vel inni í leiknum í seinni hálfleik og fékk nokkur færi til að skora áður en Stjarnan jafnaði og einnig í lokin eftir að Martin Rauschenberg hafði verið vikið af leikvelli fyrir að taka Árna Vilhjálmsson, sem var sloppinn í gegn, niður. Tíunda jafntefli Breiðabliks í 17 leikjum staðreynd en liðið með 19 stig, fjórum stigum frá fallsæti. Stjarnan lyfti sér á toppinn með jafnteflinu en FH er stigi á eftir og á leik til góða á morgun. Rúnar Páll: Takturinn datt úr spilinuAndri Rafn Yeoman og Pablo Punyed eigast við.Vísir/Valli„Miðað við hvernig þetta þróaðist er ég sáttur við stigið. Við missum þrjá menn útaf í fyrri hálfleik vegna meiðsla og þá breytist spilið og takturinn í okkar leik,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar. „Það var gott að komast inn í klefa yfir í hálfleik. Svo dettur takturinn úr spilinu og þeir komast allt í einu í 2-1. Við gáfumst ekki upp og skoruðum fínt mark í lokin. „Heilt yfir vorum við betri aðilinn í seinni hálfleik, eftir að þeir komust yfir. Þá náum við yfirhöndinni aftur,“ sagði Rúnar Páll sem segir álagið ekkert hafa með meiðslin í leiknum að gera. „Nei, Óli (Ólafur Karl Finsen) fær högg á hnéið og Atli (Jóhannsson) fékk högg á mjöðmina. Það er bara hefðbundið hnjask, ekkert álags tengt. Jói (Jóhann Laxdal) hefur ekkert spilað af viti og það eru ekki álags meiðsl,“ sagði Rúnar sem var ekki sáttur við allar ákvarðanir Garðars Arnar Hinrikssonar í leiknum en leikurinn var ekki auðdæmdur. „Hann gerir sitt besta eins og við leikmenn og þjálfarar. Mér fannst persónulega ekki vera fríspark þegar Árni (Vilhjálmsson) fær frísparkið sem Guðjón (Pétur Lýðsson) skorar úr. Það er alltaf hægt að tína eitthvað til,“ sagði Rúnar sem hafði ekkert út á rauða spjaldið að setja. Guðmundur: Lygilega nálægt því að taka öll stiginElfar Freyr Helgason, miðvörður Breiðabliks, átti góðan leik.Vísir/Valli„Ég hefði viljað vinna þennan leik. Við erum að gera aðeins of mörg jafntefli,“ sagði Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks. „Við vorum að spila á móti geysi sterku liði sem hefur ekki tapað mörgum leikjum. Ég held að við getum borið höfuðið býsna hátt hér. „Við vorum lygilega nálægt því að taka öll stigin hér og það er sárt í augnablikinu. „Það voru atriði í leiknum sem voru röng sem sáust langar leiðir. Árni (Vilhjálmsson) var dæmdur rangstæður í stöðunni 2-1 þegar hann var sloppinn einn í gegn. Ég er viss um að hann var ekki rangstæður þá,“ sagði Guðmundur um dómgæsluna í kvöld. „Þetta er risastórt atvik. Af því að Árni skorar í nánast öllum leikjum og hefði skorað þarna, pottþétt. „Við breyttum aðeins leikskipulaginu í hálfleik og vorum sár svekktir að vera undir í hálfleik því það stefndi ekkert í það fyrr en þessi vítaspyrna kom þarna undir lok hálfleiksins. Ég held að það hafi verið markið sem við fengum á okkur undir lok fyrri hálfleiks sem reitti menn aðeins til reiði. „Við svörðum af gríðarlegum krafti undir lok fyrri hálfleiks og þess vegna er maður svolítið súr að hafa ekki unnið. Við vorum með þá en það vantaði aðeins meiri skynsemi til að setja þriðja markið og ef það hefði komið hefði ekki verið nein spurning hvernig það hefði endað. „Þeir settu fjóra upp í línuna og voru að reyna mikið fyrirgjafir. Við gáfum aðeins eftir svæði úti á köntunum en vorum ekkert hræddir við fyrirgjafirnar. Minn maður vill meina að Veigar (Páll Gunnarsson) hafi togað í hann alla leið inn í teiginn og síðan togað sig fram fyrir hann. Ég gat ekki séð það en vonandi verður hægt að sjá það í sjónvarpinu,“ sagði Guðmundur um jöfnunarmark Stjörnunnar. „Okkur hefur ekki gengið vel manni fleiri í sumar en við skorum næst þegar við verðum manni fleiri,“ sagði Guðmundur um mínúturnar þrjár og uppbótartíma sem Breiðablik var manni fleiri í leiknum.Punyed og Guðjón Pétur Lýðsson sem skoraði fyrra mark Blika.Vísir/ValliJóhann Laxdal reynir að ná boltanum af Árna Vilhjálmssyni.Vísir/Valli Pepsi Max-deild karla Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Sjá meira
Stjarnan og Breiðablik skildu jöfn 2-2 í 17. umferð Pepsí deildar karla í fótbolta á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld. Sanngjörn úrslit í fjörugum leik. Hálfleikarnir voru vægast sagt ólíkir. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik en Stjarnan komst þó yfir á 44. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Seinni hálfleikur var taumlaus skemmtun og byrjaði með látum. Breiðablik skoraði tvö mörk á sjö fyrstu mínútunum og komst yfir áður en Stjarnan virtist vöknuð. Mikið álag hefur verið á Stjörnunni með góðum árangri í Evrópukeppni og virtist það hafa tekið sinn toll af liðinu. Liðið missti þrjá menn meidda af leikvelli í fyrri hálfleik og virkaði þreytt í upphafi seinni hálfleiks. En Stjarnan er ekki vön að vera undir í sumar enda liðið ekki enn tapað leik og hresstist liðið verulega við það að lenda undir. Baráttuandinn vaknaði og liðið náði að jafna metin átta mínútum fyrir leikslok. Breiðablik var þó vel inni í leiknum í seinni hálfleik og fékk nokkur færi til að skora áður en Stjarnan jafnaði og einnig í lokin eftir að Martin Rauschenberg hafði verið vikið af leikvelli fyrir að taka Árna Vilhjálmsson, sem var sloppinn í gegn, niður. Tíunda jafntefli Breiðabliks í 17 leikjum staðreynd en liðið með 19 stig, fjórum stigum frá fallsæti. Stjarnan lyfti sér á toppinn með jafnteflinu en FH er stigi á eftir og á leik til góða á morgun. Rúnar Páll: Takturinn datt úr spilinuAndri Rafn Yeoman og Pablo Punyed eigast við.Vísir/Valli„Miðað við hvernig þetta þróaðist er ég sáttur við stigið. Við missum þrjá menn útaf í fyrri hálfleik vegna meiðsla og þá breytist spilið og takturinn í okkar leik,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar. „Það var gott að komast inn í klefa yfir í hálfleik. Svo dettur takturinn úr spilinu og þeir komast allt í einu í 2-1. Við gáfumst ekki upp og skoruðum fínt mark í lokin. „Heilt yfir vorum við betri aðilinn í seinni hálfleik, eftir að þeir komust yfir. Þá náum við yfirhöndinni aftur,“ sagði Rúnar Páll sem segir álagið ekkert hafa með meiðslin í leiknum að gera. „Nei, Óli (Ólafur Karl Finsen) fær högg á hnéið og Atli (Jóhannsson) fékk högg á mjöðmina. Það er bara hefðbundið hnjask, ekkert álags tengt. Jói (Jóhann Laxdal) hefur ekkert spilað af viti og það eru ekki álags meiðsl,“ sagði Rúnar sem var ekki sáttur við allar ákvarðanir Garðars Arnar Hinrikssonar í leiknum en leikurinn var ekki auðdæmdur. „Hann gerir sitt besta eins og við leikmenn og þjálfarar. Mér fannst persónulega ekki vera fríspark þegar Árni (Vilhjálmsson) fær frísparkið sem Guðjón (Pétur Lýðsson) skorar úr. Það er alltaf hægt að tína eitthvað til,“ sagði Rúnar sem hafði ekkert út á rauða spjaldið að setja. Guðmundur: Lygilega nálægt því að taka öll stiginElfar Freyr Helgason, miðvörður Breiðabliks, átti góðan leik.Vísir/Valli„Ég hefði viljað vinna þennan leik. Við erum að gera aðeins of mörg jafntefli,“ sagði Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks. „Við vorum að spila á móti geysi sterku liði sem hefur ekki tapað mörgum leikjum. Ég held að við getum borið höfuðið býsna hátt hér. „Við vorum lygilega nálægt því að taka öll stigin hér og það er sárt í augnablikinu. „Það voru atriði í leiknum sem voru röng sem sáust langar leiðir. Árni (Vilhjálmsson) var dæmdur rangstæður í stöðunni 2-1 þegar hann var sloppinn einn í gegn. Ég er viss um að hann var ekki rangstæður þá,“ sagði Guðmundur um dómgæsluna í kvöld. „Þetta er risastórt atvik. Af því að Árni skorar í nánast öllum leikjum og hefði skorað þarna, pottþétt. „Við breyttum aðeins leikskipulaginu í hálfleik og vorum sár svekktir að vera undir í hálfleik því það stefndi ekkert í það fyrr en þessi vítaspyrna kom þarna undir lok hálfleiksins. Ég held að það hafi verið markið sem við fengum á okkur undir lok fyrri hálfleiks sem reitti menn aðeins til reiði. „Við svörðum af gríðarlegum krafti undir lok fyrri hálfleiks og þess vegna er maður svolítið súr að hafa ekki unnið. Við vorum með þá en það vantaði aðeins meiri skynsemi til að setja þriðja markið og ef það hefði komið hefði ekki verið nein spurning hvernig það hefði endað. „Þeir settu fjóra upp í línuna og voru að reyna mikið fyrirgjafir. Við gáfum aðeins eftir svæði úti á köntunum en vorum ekkert hræddir við fyrirgjafirnar. Minn maður vill meina að Veigar (Páll Gunnarsson) hafi togað í hann alla leið inn í teiginn og síðan togað sig fram fyrir hann. Ég gat ekki séð það en vonandi verður hægt að sjá það í sjónvarpinu,“ sagði Guðmundur um jöfnunarmark Stjörnunnar. „Okkur hefur ekki gengið vel manni fleiri í sumar en við skorum næst þegar við verðum manni fleiri,“ sagði Guðmundur um mínúturnar þrjár og uppbótartíma sem Breiðablik var manni fleiri í leiknum.Punyed og Guðjón Pétur Lýðsson sem skoraði fyrra mark Blika.Vísir/ValliJóhann Laxdal reynir að ná boltanum af Árna Vilhjálmssyni.Vísir/Valli
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Sjá meira