Erlent

Hamas tekur 21 uppljóstrara af lífi

Randver Kári Randversson skrifar
Þrír háttsettir foringjar Hamas voru felldir fyrr í vikunni.
Þrír háttsettir foringjar Hamas voru felldir fyrr í vikunni. Vísir/AFP
Hamas hefur á síðasta sólarhring tekið 21 mann af lífi sem grunaðir voru um uppljóstranir. Talið er að fólkið hafi útvegað upplýsingar sem auðvelduðu Ísraelsmönnum morðin á þremur háttsettum foringjum Hamas fyrr í vikunni.

Á vef Guardian kemur fram að fólkið, 19 karlmenn og 2 konur, hafi verið sakað um  hafa aðstoðað Ísraela við að ákvarða skotmörk fyrir loftárásir og veitt þeim upplýsingar um staðsetningu meðlima Hamas, jarðgöng, og sprengiefna- og vopnageymslur samtakanna. Talið er að upplýsingarnar hafi gagnast Ísraelsmönnum við morðin á þremur háttsettum foringjum Hamas, sem féllu í loftárás fyrr í vikunni.

Þá lést 4 ára ísraelskur drengur í dag þegar bifreið var grandað nálægt landamærunum við Gasa. Drengurinn er fyrsti óbreytti borgarinn sem fellur frá því að tímabundið vopnahlé milli aðila var rofið fyrr í þessari viku. Þar með hafa fjórir óbreytti borgarinn fallið í Ísrael frá því átökin hófust í síðasta mánuði. Þá hafa 64 ísraelskir hermenn fallið.

Á Gasa hafa alls um 2000 manns fallið frá því í síðasta mánuði, að stærstum hluta óbreyttir borgarar, þar af yfir 500 börn.


Tengdar fréttir

Árásirnar á Gasa halda áfram

Þrír háttsettir yfirmenn hernaðararms Hamas-samtakanna létu lífið í loftárás ísraelska hersins á Gasa snemma í fyrrinótt.

Viðræður og vopnahlé út um þúfur

Ísraelar gengu út af fundum og byrjuðu að varpa sprengjum á Gasa í gær, strax og sprengjuflaugum var skotið yfir til Ísraels.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×