Enski boltinn

Torres ekki til sölu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Torres er varaskeifa á Stamford Bridge um þessar mundir
Torres er varaskeifa á Stamford Bridge um þessar mundir vísir/getty
Jose Mourinho knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea segir að ekki komi til greina að leyfa Spánverjanum Fernando Torres að yfirgefa félagið nú í sumar.

Torres hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann gekk til liðs við Chelsea og var ekki einu sinni í leikmannahópi liðsins í gær gegn Leicester.

Þó Torres sé ekki framarlega í goggunarröðinni og hafi verið orðaður við brottför frá Stamford Bridge segir Mourinho að ekki komi til greina að selja framherjann.

„Nei, ég vil hafa þrjá framherja hjá liðinu. Við getum ekki leikið heilt tímabil án þriggja,“ sagði Mourinho við fjölmiðla í Englandi.

„Hann þarf að skora fleiri mörk en fyrsti framherjinn,“ sagði Portúgalinn um hvað Torres þyrfti að gera til að komast í liðið.

Diego Costa er fyrsti framherji Chelsea um þessar mundir og er búinn að skora í báðum leikjum liðsins í deildinni til þessa. Það tók Torres 17 leiki að skora tvö mörk fyrir Chelsea.

Torres hefur verið orðaður við Atletico Madrid og AC Milan upp á síðkastið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×