Enski boltinn

Danny Welbeck gæti farið til Everton

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Danny Welbeck skoraði ekki á móti Sunderland í gær.
Danny Welbeck skoraði ekki á móti Sunderland í gær. vísir/getty
Roberto Martínez, knattspyrnustjóri Everton, viðurkennir að félagið hefur kannski ekki efni á því að fá Samuel Eto'o eða DannyWelbeck til liðsins, en Spánverjinn hefur áhuga á að fá annan þeirra til liðs við sig.

Everton er sagt ætla að bæta við sig framherja áður en félagaskiptaglugganum verður lokað 31. ágúst, en Martínez fékk að kaupa RomeluLukaku á 28 milljónir punda fyrr í sumar.

Í viðtali við Guardian sagðist Martínez ekki hafa áhyggjur af aldri Samuels Eto'o sem er orðinn 33 ára gamall. „Nei, því leikmaður getur komið að gagni á ýmsan máta,“ sagði Martínez.

Aðspurður um möguleg kaup á Eto'o eða Welbeck sagði Spánverjinn: „Þeir kosta mikið. En eins og staðan er þá skoða ég alla mögulega ef ég á að vera hreinskilinn.“

Danny Welbeck hefur fengið þau skilaboð frá Louis van Gaal að hann megi yfirgefa Manchester United, en þessi 24 ára gamli framherji hefur aðeins skorað 20 mörk í 91 úrvalsdeildarleik.


Tengdar fréttir

Van Gaal: Samvinna miðju og sóknar ekki nógu góð

Louis van Gaal knattspyrnustjóri Manchester United sagði að lið sitt hefði átt að fá vítaspyrnu í 1-1 jafnteflinu gegn Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þó leikur liðsins hafi ekki verið nógu góður.

Manchester United sótti stig til Sunderland

Sunderland og Manchester United skildu jöfn 1-1 í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar á leikvangi Ljósins í dag. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×