Enski boltinn

Óttast að Giroud verði frá í þrjá mánuði

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Oliver Giroud er mikilvægur fyrir Arsenal-liðið.
Oliver Giroud er mikilvægur fyrir Arsenal-liðið. vísir/getty
Arsenal bíður nú eftir niðurstöðum úr annarri myndatöku sem franski framherjinn OliverGiroud fór í eftir 2-2 jafnteflið gegn Everton á laugardaginn, en Giroud meiddist á ökkla í leiknum.

Framherjinn öflugi, sem kom af bekknum og bjargaði stigi fyrir Arsenal með marki á 90. mínútu etir liðið hafði lent 2-0 undir, fór í myndatöku strax eftir leikinn, en ekkert sást vegna þess að ökklinn var svo bólginn.

Samkvæmt frétt BBC óttast Arsenal-menn að Giroud verði frá í allt að þrjá mánuði sem yrði mikið áfall, en Frakkinn hefur byrjað leiktíðina vel og spáði ArseneWenger því að hann gæti skorað 25 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Yaya Sanogo er einnig frá vegna tognunnar aftan í læri og er nánast öruggt að hann verði ekki með í seinni leiknum gegn Besiktas á miðvikudaginn í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. AaronRamsey verður heldur ekki með þar vegna leikbanns.

Arsene Wenger hefur enn tíma til að finna sér liðsstyrk í sóknarleikinn þar sem félagaskiptaglugganum verður ekki lokað fyrr en 31. ágúst, en hann sagði í gær að ekki kæmi til greina að kaupa nýjan framherja.


Tengdar fréttir

Arsenal náði stigi á Goodison Park

Everton og Arsenal gerðu 2-2 jafntefli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Goodison Park í Liverpool. Everton var 2-0 yfir í hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×