Óttast fjöldauppsagnir hjá Landbúnaðarháskóla Íslands Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. ágúst 2014 14:54 Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. VÍSIR/GVA Prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands óttast að fjölda starfsmanna skólans verði sagt upp störfum nú þegar hætt hefur verið við sameiningu skólans við Háskóla Íslands. Menntamálaráðherra vill sjá sameiningu skólanna. Allt stefndi í að Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskóli Íslands myndu sameinast og var talað um að það gæti gerst um næstu áramót. Nú hefur verið hætt við sameininguna vegna andstöðu einhverra sveitarstjórnarmanna í Borgarbyggð, Bændasamtakanna og einstaka þingmanna kjördæmisins.Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskólann skrifaði harðorða grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann lýsti óánægju sinni með þá ákvörðun að hætta við sameiningu skólanna. „Nú er sem sagt hætt við og um leið er skólinn fjárvana og virðist ekki eiga að gera neitt í því. Þá er bara komin upp sú staða að það verður trúlega sagt upp fjölda manns og dregin saman seglin í skólanum og í raun og veru stefnir í að það munu fjara undan starfseminni. Ég er ekki mjög sáttur við þá stöðu, alls ekki,“ segir Ólafur.En af hverju að sameina þessa tvo háskóla ?„Rökin eru fyrst og fremst bara fagleg, það er augljós gríðarleg samlegðaráhrif, sem geta falist í þessari sameiningu og þau nýtast bæði nemendum og í kennslunni og til þess að styrkja og renna styrkari stoðum undir rannsóknarstarfsemina þannig að við fáum mun öflugri starfsemi á þessum sviðum, sem skólinn stendur fyrir með því að sameina,“ bætir Ólafur við.Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra var eindregin þeirra skoðunar í vor þegar fréttamaður tók viðtal við hann um sameiningu skólanna að þeir ættu að renna undir sömu sæng. „Ég er mjög þeirrar skoðunar að það sé skynsamlegt fyrir landbúnaðinn, fyrir landbúnaðarrannsóknir og kennslu í landbúnaðarvísindum að sameina Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskólann. Nýta þar með þann kraft og afl, sem er í háskólanum til þess að efla landbúnaðinn á Íslandi. Ég held að það séu stórkostleg sóknarfæri fyrir okkur á þessu sviði og ég auðvitað vonast til þess að það verði hægt að ná því fram“, segir Illugi. Tengdar fréttir Að rústa háskólastofnun Það er komin upp einkennileg staða í málefnum Landbúnaðarháskóla Íslands. Stefnan virðist vera sú að sökkva skólanum hægt og sígandi uns sjálfgert verður að hætta starfseminni með öllu. Þetta er sér í lagi annarlegt þegar haft er í huga að ákveðið hafði verið að auka starfsemina og renna undir hana traustum stoðum með sameiningu við Háskóla Íslands 27. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands óttast að fjölda starfsmanna skólans verði sagt upp störfum nú þegar hætt hefur verið við sameiningu skólans við Háskóla Íslands. Menntamálaráðherra vill sjá sameiningu skólanna. Allt stefndi í að Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskóli Íslands myndu sameinast og var talað um að það gæti gerst um næstu áramót. Nú hefur verið hætt við sameininguna vegna andstöðu einhverra sveitarstjórnarmanna í Borgarbyggð, Bændasamtakanna og einstaka þingmanna kjördæmisins.Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskólann skrifaði harðorða grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann lýsti óánægju sinni með þá ákvörðun að hætta við sameiningu skólanna. „Nú er sem sagt hætt við og um leið er skólinn fjárvana og virðist ekki eiga að gera neitt í því. Þá er bara komin upp sú staða að það verður trúlega sagt upp fjölda manns og dregin saman seglin í skólanum og í raun og veru stefnir í að það munu fjara undan starfseminni. Ég er ekki mjög sáttur við þá stöðu, alls ekki,“ segir Ólafur.En af hverju að sameina þessa tvo háskóla ?„Rökin eru fyrst og fremst bara fagleg, það er augljós gríðarleg samlegðaráhrif, sem geta falist í þessari sameiningu og þau nýtast bæði nemendum og í kennslunni og til þess að styrkja og renna styrkari stoðum undir rannsóknarstarfsemina þannig að við fáum mun öflugri starfsemi á þessum sviðum, sem skólinn stendur fyrir með því að sameina,“ bætir Ólafur við.Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra var eindregin þeirra skoðunar í vor þegar fréttamaður tók viðtal við hann um sameiningu skólanna að þeir ættu að renna undir sömu sæng. „Ég er mjög þeirrar skoðunar að það sé skynsamlegt fyrir landbúnaðinn, fyrir landbúnaðarrannsóknir og kennslu í landbúnaðarvísindum að sameina Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskólann. Nýta þar með þann kraft og afl, sem er í háskólanum til þess að efla landbúnaðinn á Íslandi. Ég held að það séu stórkostleg sóknarfæri fyrir okkur á þessu sviði og ég auðvitað vonast til þess að það verði hægt að ná því fram“, segir Illugi.
Tengdar fréttir Að rústa háskólastofnun Það er komin upp einkennileg staða í málefnum Landbúnaðarháskóla Íslands. Stefnan virðist vera sú að sökkva skólanum hægt og sígandi uns sjálfgert verður að hætta starfseminni með öllu. Þetta er sér í lagi annarlegt þegar haft er í huga að ákveðið hafði verið að auka starfsemina og renna undir hana traustum stoðum með sameiningu við Háskóla Íslands 27. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Að rústa háskólastofnun Það er komin upp einkennileg staða í málefnum Landbúnaðarháskóla Íslands. Stefnan virðist vera sú að sökkva skólanum hægt og sígandi uns sjálfgert verður að hætta starfseminni með öllu. Þetta er sér í lagi annarlegt þegar haft er í huga að ákveðið hafði verið að auka starfsemina og renna undir hana traustum stoðum með sameiningu við Háskóla Íslands 27. ágúst 2014 07:00