Að rústa háskólastofnun Ólafur Arnalds skrifar 27. ágúst 2014 07:00 Það er komin upp einkennileg staða í málefnum Landbúnaðarháskóla Íslands. Stefnan virðist vera sú að sökkva skólanum hægt og sígandi uns sjálfgert verður að hætta starfseminni með öllu. Þetta er sér í lagi annarlegt þegar haft er í huga að ákveðið hafði verið að auka starfsemina og renna undir hana traustum stoðum með sameiningu við Háskóla Íslands, um leið og fjármagn hafði verið tryggt til að styðja myndarlega við þessar ráðagerðir. Ekki þarf að fjölyrða um þann gagnkvæma hag sem LbhÍ og HÍ hefðu af slíkri sameiningu, samlegðaráhrifin yrðu mikil. Jafnframt væri starfsemin tryggð til framtíðar, m.a. á Hvanneyri. Rétt er að taka fram að LbhÍ er ekki aðeins með starfsemi á Hvanneyri heldur er hann rekinn á mörgum stöðum. Hann varð til við sameiningu Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Keldnaholti, Garðyrkjuskólans á Reykjum og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Stór hluti akademískra starfsmanna skólans starfar á Keldnaholti, en sú starfsstöð er afar mikilvæg fyrir mönnun á akademískum stöðum. Þá rekur skólinn mikilvægar starfsmenntabrautir í þágu landbúnaðar og garðyrkju sem hlúa þarf að. Það hafa verið stefnumið stjórnvalda í langan tíma að fækka háskólastofnunum landsins, óháð því hverjir hafa haldið um stjórnartauma. Fjölmörg fagleg rök, sem birt hafa verið í ýmsum skýrslum og úttektum, m.a. áliti óháðra erlendra sérfræðinga, sýna ljóslega að háskólar eru allt of margir. En hvað gerðist eiginlega? Eftir að menntamálaráðherra kynnti væntanlega sameiningu fyrir tæpu ári hlupu nokkrir til og mótmæltu sameiningunni í fjölmiðlum og í stjórnkerfinu. Einkum voru áberandi sveitarstjórnin í Borgarbyggð og bændaforystan. Stjórnendur skólans og meirihluti akademískra starfsmanna skólans færðu hins vegar rök fyrir ágæti sameiningarinnar. Málið dróst síðan á langinn og nú virðist sem hætt sé með öllu við þessa sameiningu. Óvissan hefur verið afar þrúgandi fyrir starfsemi skólans.Geigvænleg afleiðing Afleiðing óvissuástands og að hætt hefur verið við sameiningu LbhÍ og HÍ er geigvænleg fyrir starf Landbúnaðarháskólans. Í stað fyrirhugaðrar uppbyggingar verður heldur betur að draga saman seglin. Líklega þarf að segja upp fjölda starfsmanna og því segir það sig sjálft að ekki verður hægt að halda uppi kennslu á sumum þeirra sviða sem skólinn hefur helgað sér og nauðsynleg eru fyrir fjölbreytni og samlegð í háskólastarfinu. Ljóst er að þegar aflið í kennslu og rannsóknum minnkar fjarar smám saman undan gæðum í starfi skólans. Nemendur háskóla eiga að njóta fjölbreyttrar menntunar sem byggð er á traustri þekkingu og gæðum í kennslu; kynnast sem ólíkustum stefnum og straumum; öðlast víðsýni menntamannsins. Til þess þarf öflugt háskólaumhverfi. Það er deginum ljósara að ekki er grundvöllur fyrir örháskóla sem sinnir einvörðungu kennslu í landbúnaði. Örskóli í þágu einnar atvinnugreinar getur aldrei staðið undir nafni sem háskóli. Niðurstaðan sem nú liggur fyrir er vægast sagt dapurleg. Hún þjónar ekki hagsmunum nemenda, rannsókna eða þekkingar, né hagrænum sjónarmiðum; hún þjónar ekki einu sinni hagsmunum íbúa Borgarbyggðar. Þegar er tekið að fjara undan skólanum því hæfir starfsmenn stökkva nú frá borði þegar tækifæri gefast. Niðurstaðan er sú versta sem hugsast gat. Ekki getur það talist glæsilegur árangur sjálfskipaðra „velunnara“ skólans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það er komin upp einkennileg staða í málefnum Landbúnaðarháskóla Íslands. Stefnan virðist vera sú að sökkva skólanum hægt og sígandi uns sjálfgert verður að hætta starfseminni með öllu. Þetta er sér í lagi annarlegt þegar haft er í huga að ákveðið hafði verið að auka starfsemina og renna undir hana traustum stoðum með sameiningu við Háskóla Íslands, um leið og fjármagn hafði verið tryggt til að styðja myndarlega við þessar ráðagerðir. Ekki þarf að fjölyrða um þann gagnkvæma hag sem LbhÍ og HÍ hefðu af slíkri sameiningu, samlegðaráhrifin yrðu mikil. Jafnframt væri starfsemin tryggð til framtíðar, m.a. á Hvanneyri. Rétt er að taka fram að LbhÍ er ekki aðeins með starfsemi á Hvanneyri heldur er hann rekinn á mörgum stöðum. Hann varð til við sameiningu Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Keldnaholti, Garðyrkjuskólans á Reykjum og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Stór hluti akademískra starfsmanna skólans starfar á Keldnaholti, en sú starfsstöð er afar mikilvæg fyrir mönnun á akademískum stöðum. Þá rekur skólinn mikilvægar starfsmenntabrautir í þágu landbúnaðar og garðyrkju sem hlúa þarf að. Það hafa verið stefnumið stjórnvalda í langan tíma að fækka háskólastofnunum landsins, óháð því hverjir hafa haldið um stjórnartauma. Fjölmörg fagleg rök, sem birt hafa verið í ýmsum skýrslum og úttektum, m.a. áliti óháðra erlendra sérfræðinga, sýna ljóslega að háskólar eru allt of margir. En hvað gerðist eiginlega? Eftir að menntamálaráðherra kynnti væntanlega sameiningu fyrir tæpu ári hlupu nokkrir til og mótmæltu sameiningunni í fjölmiðlum og í stjórnkerfinu. Einkum voru áberandi sveitarstjórnin í Borgarbyggð og bændaforystan. Stjórnendur skólans og meirihluti akademískra starfsmanna skólans færðu hins vegar rök fyrir ágæti sameiningarinnar. Málið dróst síðan á langinn og nú virðist sem hætt sé með öllu við þessa sameiningu. Óvissan hefur verið afar þrúgandi fyrir starfsemi skólans.Geigvænleg afleiðing Afleiðing óvissuástands og að hætt hefur verið við sameiningu LbhÍ og HÍ er geigvænleg fyrir starf Landbúnaðarháskólans. Í stað fyrirhugaðrar uppbyggingar verður heldur betur að draga saman seglin. Líklega þarf að segja upp fjölda starfsmanna og því segir það sig sjálft að ekki verður hægt að halda uppi kennslu á sumum þeirra sviða sem skólinn hefur helgað sér og nauðsynleg eru fyrir fjölbreytni og samlegð í háskólastarfinu. Ljóst er að þegar aflið í kennslu og rannsóknum minnkar fjarar smám saman undan gæðum í starfi skólans. Nemendur háskóla eiga að njóta fjölbreyttrar menntunar sem byggð er á traustri þekkingu og gæðum í kennslu; kynnast sem ólíkustum stefnum og straumum; öðlast víðsýni menntamannsins. Til þess þarf öflugt háskólaumhverfi. Það er deginum ljósara að ekki er grundvöllur fyrir örháskóla sem sinnir einvörðungu kennslu í landbúnaði. Örskóli í þágu einnar atvinnugreinar getur aldrei staðið undir nafni sem háskóli. Niðurstaðan sem nú liggur fyrir er vægast sagt dapurleg. Hún þjónar ekki hagsmunum nemenda, rannsókna eða þekkingar, né hagrænum sjónarmiðum; hún þjónar ekki einu sinni hagsmunum íbúa Borgarbyggðar. Þegar er tekið að fjara undan skólanum því hæfir starfsmenn stökkva nú frá borði þegar tækifæri gefast. Niðurstaðan er sú versta sem hugsast gat. Ekki getur það talist glæsilegur árangur sjálfskipaðra „velunnara“ skólans.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun