Gosið hófst upp úr miðnætti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2014 02:15 „Það eru sömu upplýsingar og við erum að fá,“ segir Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarmiðstöð Almannavarna í samtali við Vísi aðspurður hvort gosið hafi minnkað töluvert. Sprungugos er hafið norður af Dyngjujökli, nyrst í Holuhrauni Gosið hófst um miðnætti (u.þ.b. 00:02) m.v. vefmyndavélar og jarðskjálftagögn. Gosið sést ekki á radar og talið er að öskuframleiðsla sé óveruleg að því er kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Talið er að sprungan sé um 100-300 metra löng. Vísindamenn á svæðinu telja að gosið sé nokkra kílómetra norður af sporði Dyngjujökuls og að hraun renni til suð-austurs og virðist renna hratt. Veikur gosórói sést á jarðskjálftamælum í samræmi við hraungos án verulegrar sprengivirkni. Engin merki sjást um jökulhlaup. Litakóði fyrir Bárðarbungu er rauður. Á vefmyndavél Mílu er greinilegt að gosið er ekki jafnöflugt og það var á öðrum tímanum í nótt. Rögnvaldur segir að starfsmenn í samhæfingarmiðstöðunni haldi áfram að vinna miðað við þær forsendur að gos sé í gangi. Tveir starfsmenn Veðurstofunnar eru á svæðinu og fylgjast með gangi mála. Á myndbandinu hér að ofan má sjá fyrsta klukkutíma gossins tekinn saman á 36 sekúndum. Hafa verður í huga að vefmyndavélin er staðsett á Vaðöldu í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá gosinu. Myndina sem fylgir fréttinni tók Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi við University of Cambridge. Bárðarbunga Tengdar fréttir Hraungos er hafið norðan Dyngjujökuls Vefmyndavél Mílu sýnir að líklega hafi kvika náð upp á yfirborðið. 29. ágúst 2014 01:00 Vísindamenn á svæðinu passa sig að fara ekki of nærri Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarstöð almannavarna staðfestir í samtali við Vísi að gos sé hafið norðan Dyngjujökuls en sunnan við Öskju. 29. ágúst 2014 01:21 120 mílna hættusvæði umhverfis eldstöðina Litakóði vegna flugs hefur verið færður upp í rautt. 29. ágúst 2014 01:59 Fundað í samhæfingarmiðstöðinni Á annan tug manns eru mættir til vinnu í Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð sökum þess að eldgos er hafið í Holuhrauni á milli Dyngjujökuls og Öskju norðan við Vatnajökul. 29. ágúst 2014 01:48 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
„Það eru sömu upplýsingar og við erum að fá,“ segir Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarmiðstöð Almannavarna í samtali við Vísi aðspurður hvort gosið hafi minnkað töluvert. Sprungugos er hafið norður af Dyngjujökli, nyrst í Holuhrauni Gosið hófst um miðnætti (u.þ.b. 00:02) m.v. vefmyndavélar og jarðskjálftagögn. Gosið sést ekki á radar og talið er að öskuframleiðsla sé óveruleg að því er kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Talið er að sprungan sé um 100-300 metra löng. Vísindamenn á svæðinu telja að gosið sé nokkra kílómetra norður af sporði Dyngjujökuls og að hraun renni til suð-austurs og virðist renna hratt. Veikur gosórói sést á jarðskjálftamælum í samræmi við hraungos án verulegrar sprengivirkni. Engin merki sjást um jökulhlaup. Litakóði fyrir Bárðarbungu er rauður. Á vefmyndavél Mílu er greinilegt að gosið er ekki jafnöflugt og það var á öðrum tímanum í nótt. Rögnvaldur segir að starfsmenn í samhæfingarmiðstöðunni haldi áfram að vinna miðað við þær forsendur að gos sé í gangi. Tveir starfsmenn Veðurstofunnar eru á svæðinu og fylgjast með gangi mála. Á myndbandinu hér að ofan má sjá fyrsta klukkutíma gossins tekinn saman á 36 sekúndum. Hafa verður í huga að vefmyndavélin er staðsett á Vaðöldu í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá gosinu. Myndina sem fylgir fréttinni tók Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi við University of Cambridge.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Hraungos er hafið norðan Dyngjujökuls Vefmyndavél Mílu sýnir að líklega hafi kvika náð upp á yfirborðið. 29. ágúst 2014 01:00 Vísindamenn á svæðinu passa sig að fara ekki of nærri Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarstöð almannavarna staðfestir í samtali við Vísi að gos sé hafið norðan Dyngjujökuls en sunnan við Öskju. 29. ágúst 2014 01:21 120 mílna hættusvæði umhverfis eldstöðina Litakóði vegna flugs hefur verið færður upp í rautt. 29. ágúst 2014 01:59 Fundað í samhæfingarmiðstöðinni Á annan tug manns eru mættir til vinnu í Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð sökum þess að eldgos er hafið í Holuhrauni á milli Dyngjujökuls og Öskju norðan við Vatnajökul. 29. ágúst 2014 01:48 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Hraungos er hafið norðan Dyngjujökuls Vefmyndavél Mílu sýnir að líklega hafi kvika náð upp á yfirborðið. 29. ágúst 2014 01:00
Vísindamenn á svæðinu passa sig að fara ekki of nærri Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarstöð almannavarna staðfestir í samtali við Vísi að gos sé hafið norðan Dyngjujökuls en sunnan við Öskju. 29. ágúst 2014 01:21
120 mílna hættusvæði umhverfis eldstöðina Litakóði vegna flugs hefur verið færður upp í rautt. 29. ágúst 2014 01:59
Fundað í samhæfingarmiðstöðinni Á annan tug manns eru mættir til vinnu í Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð sökum þess að eldgos er hafið í Holuhrauni á milli Dyngjujökuls og Öskju norðan við Vatnajökul. 29. ágúst 2014 01:48