Innlent

Vísindamenn á svæðinu passa sig að fara ekki of nærri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarstöð almannavarna staðfestir í samtali við Vísi að gos sé hafið norðan Dyngjujökuls en sunnan við Öskju.

„Þetta er líklega á þeim stað þar sem berggangurinn endar til norðurs,“ sagði Rögnvaldur í samtali við Vísi. Hann telur að um sé að ræða 200-300 metra sprungu en verið sé að reyna að staðsetja eldgosið betur.

Starfsmenn eru að tínast inn í Samhæfingarmiðstöð almannavarna sem fékk veður af gosinu um hálf eitt eftir miðnætti. Hann segir að vísindamenn séu á svæðinu við rannsóknir og þeir séu að fylgjast með gangi mála. Reiknað sé með því að um þunnfljótandi hraun sé að ræða.

„Þeir sjá í áttina að þessu en passa sig að fara ekki of nálægt til að byrja með,“ segir Rögnvaldur. „Það gætu orðið sprengingar.“

Rögnvaldur segir að beðið verði með að senda TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, þangað til birtir í fyrramálið. Hann viti sjálfur ekki hvort skjálftavirkni hafi verið mikil í kvöld enda var hann tiltölulega ný mættur.

„Ég var bara sofandi á mínu græna.“

Hér að ofan má sjá viðtal sem fréttamaður Stöðvar 2 tók við Rögnvald í samhæfingarmiðstöðinni um eittleytið í nótt.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.