Innlent

Fundað í samhæfingarmiðstöðinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/Stefán Árni
Á annan tug manns eru mættir til vinnu í Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð sökum þess að eldgos er hafið í Holuhrauni á milli Dyngjujökuls og Öskju norðan við Vatnajökul.

Gosið er talið vera á þeim stað sem berggangurinn, sem hefur færst norðar undanfarna daga, endar. Talið er að sprungan þar sem gýs sé einhvers staðar á bilinu 100-300 metra löng og gosið sé tiltölulega lítið sem stendur.

Reiknað er með því að um þunnfljótandi hraun sé að ræða. Myndirnar voru teknar í Samhæfingarmiðstöðinni um hálf tvö þegar á annan tug manns voru mættir til vinnnu.

Úr samhæfingarmiðstöðinni í nótt.Vísir/Stefán Árni

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×