Hluthafafundur DV hafinn: Þorsteinn lofar frelsi og Reynir einhverju óvæntu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 29. ágúst 2014 15:21 Jón Trausti Reynisson, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Kolbeinn Þorsteinsson og Reynir Traustason á fundinum sem hófst klukkan 3. Vísir/Anton Þorsteinn Guðnason, sem gegndi stöðu stjórnarformanns DV og leiðir nú hóp fjárfesta sem ætla sér að kaupa DV, segir að ef hans áætlanir um að kaupa meirihluta í DV nái í gegn muni enn vera stunduð frjáls fjölmiðlun þar. Þetta segir hann í snörpu samtali við Vísi, rétt áður en hann hélt á hluthafafund DV sem hófst nú klukkan þrjú í dag og búist er við miklum látum. „Á meðan ég gegndi stjórnarformennsku í DV kom ég aldrei nálægt efnistökum og mun ekki gera það ef okkar plön ganga eftir. Ekki frekar en að Al Gore fann upp internetið hefur Reynir Traustason einkaleyfi á frjálsri fjölmiðlun og rannsóknarblaðamennsku,“ segir Þorsteinn og bætir við: „DV verður áfram frjálst og óháð.“ Reynir Traustason hefur áður sagt að þessar tilraunir ákveðinna manna til að kaupa meirihluta í DV væru ógn fyrir frjálsa blaðamennsku. „Ég er svo gáttaður á þessu því ég er búinn að standa í þessu í sjö ár á DV. Ég er búinn að ganga í gegnum tíma þar sem fyrirtækið hefur verið á barmi gjaldþrots og staðan var þannig að við héldum að þetta væri búið. Svo allt í einu þegar fyrirtækið er komið í góðan rekstur og þetta er allt að horfa til betri vegar þá er maður að ganga í gegnum einhverja verstu tíma sem ég man í minni blaðamennsku. Ég hef sjálfur þá skoðun að það sé verið að ógna frjálsri blaðamennsku með þessu," sagði Reynir í frétt Vísis, fyrr í mánuðinum.Reynir Traustason og Sigurður G. Guðjónsson ræðast við fyrir fundinn.Vísir/AntonEitthvað gæti komið á óvart Þegar Reynir Traustason gekk inn á Hótel Natura fyrir skömmu sagði hann við blaðamann Vísis að hann reiknaði með því að vera ritstjóri DV í kvöld. Það er ólíkt því sem hann sagði í þættinum Harmageddon fyrr í vikunni, en þá sagðist hann reikna með því að hætta sem ritstjóri. Í gær sagði hann í viðtali við Kastljós að eitthvað gæti komið á óvart á fundinum. Þegar hann var spurður að því áðan hvað það gæti verið sagði hann að fólk yrði bara að bíða þar til fundinum væri lokið. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður og Björn Leifsson sáust einnig ganga inn á fundinn. Hörð barátta er nú í gangi um eignarhald blaðsins. Björn Leifsson hefur sagt að það sé markmið sitt að koma Reyni Traustasyni frá, hann ætli sér að taka þátt í kaupum á meirihlutablaðsins til að koma sínu markmiði að: „Ef ég get haft einhver áhrif á það að koma Reyni Traustasyni frá þá er það hið besta mál. Hann er stórhættulegur mannorðsmorðingi.“Sigurður G. Guðjónsson, Björn Leifsson og fleiri á hluthafafundinum á Hótel Natura.Vísir/Anton Tengdar fréttir Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56 Lofar fjörugum aðalfundi DV Í dag verður aðalfundur hlutafélags DV haldinn, þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins 29. ágúst 2014 07:00 Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41 Segir að Reynir hafi ekki gert samstarfsmönnum rétt grein fyrir stöðu mála "Að undanförnu hafa stjórnendur DV haft uppi ásakanir í minn garð um ég að standi fyrir fjandsamlegri yfirtöku á blaðinu. Ekkert er fjær sanni.“ 27. ágúst 2014 20:00 Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51 Veit ekki hvaða öfl eru komin til sögunnar Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir breytingar á eignarhaldi blaðsins aðför að frjálsri blaðamennsku. 16. ágúst 2014 14:18 Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Þorsteinn Guðnason, sem gegndi stöðu stjórnarformanns DV og leiðir nú hóp fjárfesta sem ætla sér að kaupa DV, segir að ef hans áætlanir um að kaupa meirihluta í DV nái í gegn muni enn vera stunduð frjáls fjölmiðlun þar. Þetta segir hann í snörpu samtali við Vísi, rétt áður en hann hélt á hluthafafund DV sem hófst nú klukkan þrjú í dag og búist er við miklum látum. „Á meðan ég gegndi stjórnarformennsku í DV kom ég aldrei nálægt efnistökum og mun ekki gera það ef okkar plön ganga eftir. Ekki frekar en að Al Gore fann upp internetið hefur Reynir Traustason einkaleyfi á frjálsri fjölmiðlun og rannsóknarblaðamennsku,“ segir Þorsteinn og bætir við: „DV verður áfram frjálst og óháð.“ Reynir Traustason hefur áður sagt að þessar tilraunir ákveðinna manna til að kaupa meirihluta í DV væru ógn fyrir frjálsa blaðamennsku. „Ég er svo gáttaður á þessu því ég er búinn að standa í þessu í sjö ár á DV. Ég er búinn að ganga í gegnum tíma þar sem fyrirtækið hefur verið á barmi gjaldþrots og staðan var þannig að við héldum að þetta væri búið. Svo allt í einu þegar fyrirtækið er komið í góðan rekstur og þetta er allt að horfa til betri vegar þá er maður að ganga í gegnum einhverja verstu tíma sem ég man í minni blaðamennsku. Ég hef sjálfur þá skoðun að það sé verið að ógna frjálsri blaðamennsku með þessu," sagði Reynir í frétt Vísis, fyrr í mánuðinum.Reynir Traustason og Sigurður G. Guðjónsson ræðast við fyrir fundinn.Vísir/AntonEitthvað gæti komið á óvart Þegar Reynir Traustason gekk inn á Hótel Natura fyrir skömmu sagði hann við blaðamann Vísis að hann reiknaði með því að vera ritstjóri DV í kvöld. Það er ólíkt því sem hann sagði í þættinum Harmageddon fyrr í vikunni, en þá sagðist hann reikna með því að hætta sem ritstjóri. Í gær sagði hann í viðtali við Kastljós að eitthvað gæti komið á óvart á fundinum. Þegar hann var spurður að því áðan hvað það gæti verið sagði hann að fólk yrði bara að bíða þar til fundinum væri lokið. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður og Björn Leifsson sáust einnig ganga inn á fundinn. Hörð barátta er nú í gangi um eignarhald blaðsins. Björn Leifsson hefur sagt að það sé markmið sitt að koma Reyni Traustasyni frá, hann ætli sér að taka þátt í kaupum á meirihlutablaðsins til að koma sínu markmiði að: „Ef ég get haft einhver áhrif á það að koma Reyni Traustasyni frá þá er það hið besta mál. Hann er stórhættulegur mannorðsmorðingi.“Sigurður G. Guðjónsson, Björn Leifsson og fleiri á hluthafafundinum á Hótel Natura.Vísir/Anton
Tengdar fréttir Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56 Lofar fjörugum aðalfundi DV Í dag verður aðalfundur hlutafélags DV haldinn, þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins 29. ágúst 2014 07:00 Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41 Segir að Reynir hafi ekki gert samstarfsmönnum rétt grein fyrir stöðu mála "Að undanförnu hafa stjórnendur DV haft uppi ásakanir í minn garð um ég að standi fyrir fjandsamlegri yfirtöku á blaðinu. Ekkert er fjær sanni.“ 27. ágúst 2014 20:00 Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51 Veit ekki hvaða öfl eru komin til sögunnar Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir breytingar á eignarhaldi blaðsins aðför að frjálsri blaðamennsku. 16. ágúst 2014 14:18 Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56
Lofar fjörugum aðalfundi DV Í dag verður aðalfundur hlutafélags DV haldinn, þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins 29. ágúst 2014 07:00
Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41
Segir að Reynir hafi ekki gert samstarfsmönnum rétt grein fyrir stöðu mála "Að undanförnu hafa stjórnendur DV haft uppi ásakanir í minn garð um ég að standi fyrir fjandsamlegri yfirtöku á blaðinu. Ekkert er fjær sanni.“ 27. ágúst 2014 20:00
Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51
Veit ekki hvaða öfl eru komin til sögunnar Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir breytingar á eignarhaldi blaðsins aðför að frjálsri blaðamennsku. 16. ágúst 2014 14:18
Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27