Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 1-1 | Víkingur náði stigi í Lautinni Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fylkisvelli skrifar 10. ágúst 2014 12:24 Albert Brynjar Ingason og Ívar Örn Jónsson í baráttunni um boltann í Lautinni í kvöld. vísir/vilhelm Víkingur og Fylkir skildu jöfn 1-1 þegar þau mættust í fimmtándu umferð Pepsí deildar karla í Árbænum í kvöld. Fylkir var nær því að vinna leikinn undir lokin. Fylki tókst mjög vel upp í að hindra Víking í að leika sinn leik. Varnarleikur heimamanna var öflugur og liðið náði að halda Aroni Elís Þrándarsyni niðri. Sóknarleikur Víkings hefur á tíðum verið hraður í sumar en hann náði sér aldrei á strik í kvöld. Víkingi hefur reyndar ekki gengið vel gegn Fylki en þeir appelsínugulu voru búnir að vinna níu deildarleiki í röð gegn Víkingi í deild. Fylkir komst yfir um miðjan fyrri hálfleik þegar Albert Brynjar Ingason skoraði í öðrum leiknum í röð en hann hefur skorað í báðum byrjunarliðsleikjum sínum frá því hann kom frá FH í júlí. Fylkir var einu marki yfir í hálfleik og þó Víkingur væri meira með boltann var það Ingvar Þór Kale markvörður Víkings sem þurfti að hafa meira fyrir hlutunum en Bjarni Þórður Halldórsson kollegi hans.Pape Mamadou Faye jafnaði leikinn þegar hálftími var til leiks og reyndist það síðasta mark leiksins. Víkingur hóf seinni hálfleikinn vel en náði ekki að fylgja markinu eftir. Fylkir fékk dauðafæri til að tryggja sér sigurinn en liðið sótti ákaft eftir að Víkingur jafnaði metin en þegar liðið fann leiðina framhjá Ingvari Þór þá bjargaði sláin Víkingum. Víkingur er í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum frá toppsætinu og þremur stigum á undan KR sem á leik til góð. Fylkir lyfti sér upp í 7. sæti deildarinnar með stiginu en liðið er þremur stigum frá fallsæti.Kjartan Ágúst Breiðdal fer framhjá Igor Taskovic.vísir/vilhelmÁsmundur: Sköpuðum færi til að vinna leikinn „Mér fannst við eiga meira skilið. Víkingarnir héldu kannski boltanum aðeins betur en við en við fengum miklu fleiri færi og maður vill nýta eitthvað af þessum færum,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis sem var alls ekki sáttur við stigið í kvöld. „Heilt yfir er ég nokkuð ánægður. Á köflum gáfum við þeim of mikið pláss en skipulagið hélt vel. Vinnuframlagið var gott og við sköpuðum okkur færi til að vinna leikinn. Þeir sköpuðu sér lítið á móti og skora eftir hornspyrnu sem er svekkjandi. Ég hefði viljað þrjú stig. „Við erum og búnir að vera í mikilli baráttu í neðri hlutanum og ég á svo sem alveg von á að hún haldi áfram og við erum tilbúnir í hana áfram,“ sagði Ásmundur sem staðfesti að Sadmir Zekovic sé á leið frá félaginu. „Þetta er ágætis leikmaður en hann small ekki inn í okkar lið. Það náðist samkomulag um klára það.“Ingvar Þór Kale grípur inn í.vísir/vilhelmPape: Allt annað Fylkislið „Við vorum ekki að gera það sem var skipulagt fyrir leikinn í fyrri hálfleik en við náðum að sýna karakter í seinni hálfleik og með heppni náði ég að skora eftir hornspyrnu,“ sagði Pape Mamadou Faye sóknarmaður Víkings. „Það er alltaf skrýtið að mæta á Fylkisvöll og spila gegn Fylki. Þetta eru allt drengir sem ég ólst upp með hérna en ég er leikmaður Víkings og við förum í alla leiki til að sækja til sigurs. Við erum sáttir með þetta eina stig hérna,“ sagði Pape sem lék upp alla yngri flokkana hjá Fylki. „Oftast er það þannig að þegar lið jafnar að það komi sjálfstraust í leikinn en Fylkisliðið er grimmt. Þetta lið Fylkis er allt annað en var í upphafi móts. Þeir eru búnir að fá menn eins og Albert Brynjar heim og við vissum að þetta yrði ekki auðvelt fyrir okkur. „Þeir voru grimmir og þetta var jafn leikur og er jafntefli sanngjörn úrslit,“ sagði Pape. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Víkingur og Fylkir skildu jöfn 1-1 þegar þau mættust í fimmtándu umferð Pepsí deildar karla í Árbænum í kvöld. Fylkir var nær því að vinna leikinn undir lokin. Fylki tókst mjög vel upp í að hindra Víking í að leika sinn leik. Varnarleikur heimamanna var öflugur og liðið náði að halda Aroni Elís Þrándarsyni niðri. Sóknarleikur Víkings hefur á tíðum verið hraður í sumar en hann náði sér aldrei á strik í kvöld. Víkingi hefur reyndar ekki gengið vel gegn Fylki en þeir appelsínugulu voru búnir að vinna níu deildarleiki í röð gegn Víkingi í deild. Fylkir komst yfir um miðjan fyrri hálfleik þegar Albert Brynjar Ingason skoraði í öðrum leiknum í röð en hann hefur skorað í báðum byrjunarliðsleikjum sínum frá því hann kom frá FH í júlí. Fylkir var einu marki yfir í hálfleik og þó Víkingur væri meira með boltann var það Ingvar Þór Kale markvörður Víkings sem þurfti að hafa meira fyrir hlutunum en Bjarni Þórður Halldórsson kollegi hans.Pape Mamadou Faye jafnaði leikinn þegar hálftími var til leiks og reyndist það síðasta mark leiksins. Víkingur hóf seinni hálfleikinn vel en náði ekki að fylgja markinu eftir. Fylkir fékk dauðafæri til að tryggja sér sigurinn en liðið sótti ákaft eftir að Víkingur jafnaði metin en þegar liðið fann leiðina framhjá Ingvari Þór þá bjargaði sláin Víkingum. Víkingur er í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum frá toppsætinu og þremur stigum á undan KR sem á leik til góð. Fylkir lyfti sér upp í 7. sæti deildarinnar með stiginu en liðið er þremur stigum frá fallsæti.Kjartan Ágúst Breiðdal fer framhjá Igor Taskovic.vísir/vilhelmÁsmundur: Sköpuðum færi til að vinna leikinn „Mér fannst við eiga meira skilið. Víkingarnir héldu kannski boltanum aðeins betur en við en við fengum miklu fleiri færi og maður vill nýta eitthvað af þessum færum,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis sem var alls ekki sáttur við stigið í kvöld. „Heilt yfir er ég nokkuð ánægður. Á köflum gáfum við þeim of mikið pláss en skipulagið hélt vel. Vinnuframlagið var gott og við sköpuðum okkur færi til að vinna leikinn. Þeir sköpuðu sér lítið á móti og skora eftir hornspyrnu sem er svekkjandi. Ég hefði viljað þrjú stig. „Við erum og búnir að vera í mikilli baráttu í neðri hlutanum og ég á svo sem alveg von á að hún haldi áfram og við erum tilbúnir í hana áfram,“ sagði Ásmundur sem staðfesti að Sadmir Zekovic sé á leið frá félaginu. „Þetta er ágætis leikmaður en hann small ekki inn í okkar lið. Það náðist samkomulag um klára það.“Ingvar Þór Kale grípur inn í.vísir/vilhelmPape: Allt annað Fylkislið „Við vorum ekki að gera það sem var skipulagt fyrir leikinn í fyrri hálfleik en við náðum að sýna karakter í seinni hálfleik og með heppni náði ég að skora eftir hornspyrnu,“ sagði Pape Mamadou Faye sóknarmaður Víkings. „Það er alltaf skrýtið að mæta á Fylkisvöll og spila gegn Fylki. Þetta eru allt drengir sem ég ólst upp með hérna en ég er leikmaður Víkings og við förum í alla leiki til að sækja til sigurs. Við erum sáttir með þetta eina stig hérna,“ sagði Pape sem lék upp alla yngri flokkana hjá Fylki. „Oftast er það þannig að þegar lið jafnar að það komi sjálfstraust í leikinn en Fylkisliðið er grimmt. Þetta lið Fylkis er allt annað en var í upphafi móts. Þeir eru búnir að fá menn eins og Albert Brynjar heim og við vissum að þetta yrði ekki auðvelt fyrir okkur. „Þeir voru grimmir og þetta var jafn leikur og er jafntefli sanngjörn úrslit,“ sagði Pape.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira