Íslenski boltinn

Tveir leikir Stjörnunnar færðir vegna leikjanna við Inter

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er nóg að gera hjá Stjörnumönnum á næstunni.
Það er nóg að gera hjá Stjörnumönnum á næstunni. Vísir/Vilhelm
Mótanefnd Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að breyta leikdögum á tveimur leikjum Stjörnunnar en þetta er gert vegna þátttöku Stjörnunnar í Evrópudeild UEFA.

Stjarnan mætir ítalska stórliðinu Internazionale frá Mílanó í tveimur leikjum sem fara fram miðvikudaginn 20. ágúst og fimmtudaginn 28. ágúst. Í boði er sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í vetur.

Tveimur leikjum Pepsi-deildar karla hefur verið breytt vegna Inter-viðureignanna. Um er að ræða leiki Stjörnunnar við Val og Breiðablik, sem fara áttu fram 18. og 25. ágúst, en verða nú 15. og 24. ágúst.  

Stjarnan mætir Þór í kvöld á Samsung vellinum en Garðarbæjarliðið á enn inni leik við Víkinga úr 14. umferð en KSÍ hefur ekki ekki ákveðið hvenær sá leikur verður spilaður.



Breytingar vegna þátttöku Stjörnunnar í Evrópudeild UEFA

Valur – Stjarnan í 16. umferð Pepsi-deildar karla

Var:       Mánudaginn 18. ágúst kl. 19.15 á Vodafonevellinum

Verður: Föstudaginn 15. ágúst kl. 18.30 á Vodafonevellinum

Stjarnan - Breiðablikí 17. umferð Pepsi-deildar karla

Var:       Mánudaginn 25. ágúst kl. 19.15 á Samsung vellinum

Verður: Sunnudaginn 24. ágúst kl. 19.15 á Samsung vellinum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×