Erlent

Alvarlegt lestarslys í Sviss

Atli Ísleifsson skrifar
Lestarkerfið í Sviss er almennt talið eitt það öruggasta í heimi.
Lestarkerfið í Sviss er almennt talið eitt það öruggasta í heimi. Vísir/Getty
Alvarlegt lestarslys varð í Sviss fyrr í dag þegar lest fór út af teinunum eftir að aurskriða féll nærri skíðabænum St Moritz í austurhluta Sviss.

Að sögn svissneskra fjölmiðla slösuðust sjö, þar af fimm alvarlega, þegar tveir lestarvagnanna fóru fram af brúninni. Í frétt BBC segir að mikil rigning hafi verið í austurhluta Sviss að undanförnu.

Slysið varð nærri bænum Tiefencastel, milli Chur og St Moritz og voru um 200 manns um borð í lestinni.

Á vef svissneska miðilsins 20 Minuten má sjá dramatískar myndir af slysstaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×