Enski boltinn

West Ham fær framherja frá Metz

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sakho (t.h.) er ætlað að styrkja framlínu West Ham.
Sakho (t.h.) er ætlað að styrkja framlínu West Ham. Vísir/AFP
West Ham United hefur gengið frá kaupunum á framherjanum Diafra Sakho. Senegalinn kemur frá franska liðinu FC Metz, en hann gerði fjögurra ára samning við Hamranna. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.

Sakho skoraði 20 mörk í 37 leikjum þegar Metz vann 2. deildina í Frakklandi með yfirburðum í fyrra.

Framherjinn hefur leikið tvo landsleiki og skorað eitt mark fyrir Senegal.

Sakho er sjöundi leikmaðurinn sem gengur í raðir West Ham í sumar.


Tengdar fréttir

Jenkinson til West Ham

Bakvörðurinn heufr verið lánaður til West Ham út leiktíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×