Erlent

Úkraínuher réðst á brynvarða bíla Rússlandshers

Atli Ísleifsson skrifar
Ástandið í austurhluta Úkraínu hefur verið mjög óstöðugt síðustu mánuði.
Ástandið í austurhluta Úkraínu hefur verið mjög óstöðugt síðustu mánuði. Vísir/AFP
Stórskotalið Úkraínuhers hefur skemmdi og eyðilagði nokkra brynvarða bíla Rússlandshers sem héldu yfir landamærin til Úkraínu síðustu nótt.

Þetta fullyrðir Petro Porochenko Úkraínuforseti og segir umtalsverður hluti rússnesku bílalestarinnar hafa eyðilagst. Porochenko greindi frá þessu í samtali við David Cameron, forsætisráðherra Bretlands fyrr í dag.

Í frétt NRK kemur fram að talsmaður Úkraínuhers segi herinn hafa fylgst með rússnesku bílalestinni þegar hún hélt yfir landamærin. Reuters greinir frá því að Rússar hafni því að hafa farið yfir landamærin.

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, staðfestir sömuleiðis að bílar Rússlandshers hafi farið yfir landamærin til Úkraínu síðustu nótt. Segir hann alveg ljóst að með aðgerðunum séu Rússar að draga úr stöðugleika í austurhluta Úkraínu.

Fréttamenn bresku miðlanna Guardian og Telegraph fullyrtu í morgun að þeir hafi séð 23 brynvarða bíla Rússlandshers halda yfir landamærin og inn í Úkraínu í gær.


Tengdar fréttir

Þúsund manns flýja heimili sín daglega

Úkraínumenn vonast til að ná Donetsk úr höndum aðskilnaðarsinna eftir harðar árásir Úkraínuhers á borgina um helgina. Daglega flýja rúmlega þúsund manns heimili sín vegna átakanna í Úkraínu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×