Enski boltinn

Gylfi þriðji Íslendingurinn til að skora á Old Trafford

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi fagnar sigurmarki sínu.
Gylfi fagnar sigurmarki sínu. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson bættist í hóp þeirra Eiðs Smára Guðjohnsen og Heiðars Helgusonar þegar hann skoraði á Old Trafford í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar i fótbolta í dag.

Gylfi tryggði þá Swansea frábæran 2-1 sigur á Manchester United á Old Trafford í dag í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu en hann lagði einnig upp fyrra markið.

Gylfi náði að koma boltanum yfir línuna eftir nokkuð þunga sókn Swansea, en sjón er sögu ríkari. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Gylfi er þriðji íslenski leikmaðurinn sem nær að skora á móti Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni en hinir eru Eiður Smári Guðjohnsen og Heiðar Helguson.

Eiður Smári er þó enn markahæsti Íslendingurinn í Leikhúsi draumanna með tvö mörk.

Gylfi skoraði þarna sitt áttunda úrvalsdeildarmark fyrir Swansea en sjö þeirra hefur hann skorað á útivelli.

Íslensk mörk á móti Manchester United í Leikhúsi draumanna:

Mörk Eiðs Smára Gudjohnsen á Old Trafford

18.01.2003 - skoraði fyrir Chelsea á 30. mínútu í 1-2 tapi

19.03.2005 - skoraði fyrir Chelsea á 61. mínútu í 3-1 sigri

Mörk Heiðars Helgusonar á Old Trafford

04.02.2006 - skoraði fyrir Fulham á 37. mínútu í 2-4 tapi

Mörk Gylfa Þórs Sigurðssonar á Old Trafford

16.08.2014 - skoraði fyrir Swansea á 72. mínútu í 2-1 sigri


Tengdar fréttir

Gylfi snýr aftur með Swansea á stóra sviðinu

Gylfi Þór Sigurðsson verður í sviðsljósinu í hádeginu þegar Swansea heimsækir Manchester United á Old Trafford í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrir áratug átti íslenskur knattspyrnumaður sviðið í fyrstu umferð á móti United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×