Beittu táragasi á hóp mótmælenda Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. ágúst 2014 13:30 visir/getty Lögreglumenn Ferguson í Missouriríki í Bandaríkjunum beittu táragasi á hóp mótmælenda sem neituðu að fara til síns heima fyrir miðnætti í gær og mótmæltu aðgerðum lögreglu sem leiddu til dauða 18 ára blökkupilts í síðustu viku. Einn er lífhættulega særður eftir átök mótmælenda og lögreglu í nótt. Mikil spennan hefur verið milli lögreglu og íbúa úthverfisins Ferguson í St. Louis í Missouriríki eftir að Michael Brown, 18 ára blökkupiltur, var skotinn til bana af lögreglu þann 9. ágúst síðastliðinn. Mótmæli og óeirðir hafa verið í Ferguson síðustu fimm daga og lýsti ríkisstjóri Missouri yfir neyðarástandi í St. Louis í gær. Þrátt fyrir útgöngubann tóku um 150 manns sér stöðu á aðalgötu Ferguson hverfisins og mótmæltu aðgerðum lögrelgu. Lögreglan beitti reyksprengjum og táragasi til að tvístra hópnum sem neitaði að halda til síns heima þegar útgöngubann hófst á miðnætti. Í kjölfarið kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu. Maður skaut úr haglabyssu á lögreglubíl og skaut lögreglan í kjölfarið á manninn sem nú liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi. Lögreglan hefur varið aðgerðir sínar og sagt þær nauðsynlega til að tryggja öryggi almennings. Sjö voru handteknir. Ákvörðun Jay Nixons ríkisstjóra um að lýsa yfir útgöngubanni hefur verið harðlega gagnrýnd af íbúum Ferguson. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa sagt að bannið geri illt verra og hleypi illu blóði í mótmælendur. Rannsókn á dauða Michael Brown stendur enn yfir og hefur bandaríska alríkislögreglan aðstoðað lögregluyfirvöld í Ferguson við rannsókn málsins. Sjónarvottum ber ekki saman aðdragandann að dauða piltsins. Lögregla heldur því fram að pilturinn hafi verið skotinn eftir að til átaka kom í lögreglubíl. Vitni segja hins vegar að pilturinn hafi verið skotinn nokkrum skotum þegar hann var með hendur á höfði. Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Lögreglumenn Ferguson í Missouriríki í Bandaríkjunum beittu táragasi á hóp mótmælenda sem neituðu að fara til síns heima fyrir miðnætti í gær og mótmæltu aðgerðum lögreglu sem leiddu til dauða 18 ára blökkupilts í síðustu viku. Einn er lífhættulega særður eftir átök mótmælenda og lögreglu í nótt. Mikil spennan hefur verið milli lögreglu og íbúa úthverfisins Ferguson í St. Louis í Missouriríki eftir að Michael Brown, 18 ára blökkupiltur, var skotinn til bana af lögreglu þann 9. ágúst síðastliðinn. Mótmæli og óeirðir hafa verið í Ferguson síðustu fimm daga og lýsti ríkisstjóri Missouri yfir neyðarástandi í St. Louis í gær. Þrátt fyrir útgöngubann tóku um 150 manns sér stöðu á aðalgötu Ferguson hverfisins og mótmæltu aðgerðum lögrelgu. Lögreglan beitti reyksprengjum og táragasi til að tvístra hópnum sem neitaði að halda til síns heima þegar útgöngubann hófst á miðnætti. Í kjölfarið kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu. Maður skaut úr haglabyssu á lögreglubíl og skaut lögreglan í kjölfarið á manninn sem nú liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi. Lögreglan hefur varið aðgerðir sínar og sagt þær nauðsynlega til að tryggja öryggi almennings. Sjö voru handteknir. Ákvörðun Jay Nixons ríkisstjóra um að lýsa yfir útgöngubanni hefur verið harðlega gagnrýnd af íbúum Ferguson. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa sagt að bannið geri illt verra og hleypi illu blóði í mótmælendur. Rannsókn á dauða Michael Brown stendur enn yfir og hefur bandaríska alríkislögreglan aðstoðað lögregluyfirvöld í Ferguson við rannsókn málsins. Sjónarvottum ber ekki saman aðdragandann að dauða piltsins. Lögregla heldur því fram að pilturinn hafi verið skotinn eftir að til átaka kom í lögreglubíl. Vitni segja hins vegar að pilturinn hafi verið skotinn nokkrum skotum þegar hann var með hendur á höfði.
Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira