Viðvörunarstig vegna flugs hækkað í appelsínugult Bjarki Ármannsson skrifar 18. ágúst 2014 12:50 Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarna ríkislögreglustjóra. Vísir/Valli Veðurstofa Íslands hefur hækkað viðvörunarstig fyrir flug í appelsínugult vegna óvissunnar sem nú er í Bárðarbungu. Þetta var ákveðið eftir fund vísindamanna Veðurstofu og almannavarna í dag. „Það kallar ekki á neinar stórar breytingar fyrir flugið, það er ekki verið að fella niður eða færa flug,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarna ríkislögreglustjóra. „Þetta kallar bara á það að menn fari að undirbúa sig meira fyrir næsta skref, ef af yrði.“ Veðurstofan tilkynnti í gær að miðað væri við gult stig á kvarða sínum, sem þýðir óvissustig. Samkvæmt kvarðanum þýðir appelsínugult stig auknar líkur á eldgosi. Næsta stig fyrir ofan appelsínugult er rautt, sem myndi þýða að eldgos væri yfirvofandi eða hafið. „Þetta er upplýsingagjöf til flugheimsins, sem þýðir bara að menn þurfa að fara yfir sín plön, þá fyrst og fremst flugyfirvöld á Íslandi,“ segir Víðir.Mælingar vísindamanna sýna áframhaldandi virkni í Bárðarbungu en engin merki eru um gos. Samkvæmt tilkynningu Veðurstofu er ekki hægt að útiloka að þessi virkni geti leitt til sprengigoss sem þá mundi valda jökulhlaupi og losun ösku út í andrúmsloftið. Víðir segir að ekki sé hægt að draga úr viðbúnaði almannavarna að svo stöddu. Næsti fundur almannavarna verður klukkan hálfsex í kvöld.Hér fyrir neðan má sjá tíst frá notandanum @jardskjalftar sem birtir alla jarðskjálfta á landinu sem mælast stærri en tvö stig.Tweets by @jardskjalftar Bárðarbunga Tengdar fréttir 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur hækkað viðvörunarstig fyrir flug í appelsínugult vegna óvissunnar sem nú er í Bárðarbungu. Þetta var ákveðið eftir fund vísindamanna Veðurstofu og almannavarna í dag. „Það kallar ekki á neinar stórar breytingar fyrir flugið, það er ekki verið að fella niður eða færa flug,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarna ríkislögreglustjóra. „Þetta kallar bara á það að menn fari að undirbúa sig meira fyrir næsta skref, ef af yrði.“ Veðurstofan tilkynnti í gær að miðað væri við gult stig á kvarða sínum, sem þýðir óvissustig. Samkvæmt kvarðanum þýðir appelsínugult stig auknar líkur á eldgosi. Næsta stig fyrir ofan appelsínugult er rautt, sem myndi þýða að eldgos væri yfirvofandi eða hafið. „Þetta er upplýsingagjöf til flugheimsins, sem þýðir bara að menn þurfa að fara yfir sín plön, þá fyrst og fremst flugyfirvöld á Íslandi,“ segir Víðir.Mælingar vísindamanna sýna áframhaldandi virkni í Bárðarbungu en engin merki eru um gos. Samkvæmt tilkynningu Veðurstofu er ekki hægt að útiloka að þessi virkni geti leitt til sprengigoss sem þá mundi valda jökulhlaupi og losun ösku út í andrúmsloftið. Víðir segir að ekki sé hægt að draga úr viðbúnaði almannavarna að svo stöddu. Næsti fundur almannavarna verður klukkan hálfsex í kvöld.Hér fyrir neðan má sjá tíst frá notandanum @jardskjalftar sem birtir alla jarðskjálfta á landinu sem mælast stærri en tvö stig.Tweets by @jardskjalftar
Bárðarbunga Tengdar fréttir 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00
Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57
Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30
„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28