Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Kristján Már Unnarsson skrifar 16. ágúst 2014 19:30 Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni og eru vísindamenn nú að reyna að meta líkur á því hvort eldgos sé í uppsiglingu. Jarðskjálfavefur Veðurstofunnar sýndi ógrynni smáskjálfta í dag, og tvo skjálfta yfir þrjú stig, í og við Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajökli, en hún er ein af virkustu eldstöðvum Íslands. Um miðjan dag lýsti Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Húsavík yfir óvissustigi. Síðdegis kom vísindaráð almannavarna saman til að meta stöðuna. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að óvissustig þýddi að Bárðarbunga væri nú í gjörgæslu. Vísindamenn myndu í kvöld og í nótt halda áfram að reyna að meta hvað skjálftamælarnir væru að segja. Hugsanlega mætti sjá með nákvæmari athugunum hvort kvikan væri að rísa upp undir yfirborð. Ekkert benti þó til þess að hún hefði náð til yfirborðs. Síðasta gos sem tengt er Bárðarbungu var Gjálpargosið árið 1996 en því fylgdi mikið jökulhlaup sem fór um Grímsvötn og niður á Skeiðarársand og rauf tvær brýr, yfir Skeiðará og Gígjukvísl. Bryndís segir að skjálftahrinan í aðdraganda þess goss hefði verið mun öflugri en þessi sem nú stendur yfir.Frá Gjálpargosinu 1996.Ein helsta ógnin frá eldgosi í Bárðarbungu eru jökulhlaup, sem gætu farið í nokkra farvegi, meðal annars á fjölförnum ferðamannastöðum. Það ræðst af því hvar kvikan kæmi upp, að sögn Bryndísar. Ef hún kæmi upp á sama stað og gosið í Gjálp færi vatnið sennilega sömu leið og þá. Gos í sjálfri Bárðarbungu væru þekkt á sögulegum tíma og þeim hefði fylgt hlaup í Jökulsá á Fjöllum. Þar er Dettifoss. Bárðarbunga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Sjá meira
Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni og eru vísindamenn nú að reyna að meta líkur á því hvort eldgos sé í uppsiglingu. Jarðskjálfavefur Veðurstofunnar sýndi ógrynni smáskjálfta í dag, og tvo skjálfta yfir þrjú stig, í og við Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajökli, en hún er ein af virkustu eldstöðvum Íslands. Um miðjan dag lýsti Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Húsavík yfir óvissustigi. Síðdegis kom vísindaráð almannavarna saman til að meta stöðuna. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að óvissustig þýddi að Bárðarbunga væri nú í gjörgæslu. Vísindamenn myndu í kvöld og í nótt halda áfram að reyna að meta hvað skjálftamælarnir væru að segja. Hugsanlega mætti sjá með nákvæmari athugunum hvort kvikan væri að rísa upp undir yfirborð. Ekkert benti þó til þess að hún hefði náð til yfirborðs. Síðasta gos sem tengt er Bárðarbungu var Gjálpargosið árið 1996 en því fylgdi mikið jökulhlaup sem fór um Grímsvötn og niður á Skeiðarársand og rauf tvær brýr, yfir Skeiðará og Gígjukvísl. Bryndís segir að skjálftahrinan í aðdraganda þess goss hefði verið mun öflugri en þessi sem nú stendur yfir.Frá Gjálpargosinu 1996.Ein helsta ógnin frá eldgosi í Bárðarbungu eru jökulhlaup, sem gætu farið í nokkra farvegi, meðal annars á fjölförnum ferðamannastöðum. Það ræðst af því hvar kvikan kæmi upp, að sögn Bryndísar. Ef hún kæmi upp á sama stað og gosið í Gjálp færi vatnið sennilega sömu leið og þá. Gos í sjálfri Bárðarbungu væru þekkt á sögulegum tíma og þeim hefði fylgt hlaup í Jökulsá á Fjöllum. Þar er Dettifoss.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Sjá meira
„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28