„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2014 16:28 Mikil skjálftavirkni hefur verið í eldstöðinni Bárðarbungu allt frá því á fjórða tímanum í nótt og eru skjálftarnir nú orðnir á þriðja hundrað talsins. Virknin er sú mesta í mörg ár og ekki hægt að útiloka að innskot hafi komist upp á yfirborðið undir jöklinum. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna þessa og hefur flugmálayfirvöldum verið gert viðvart enda er Bárðarbunga í Vatnajökli stór og öflug megineldstöð. Hún er jafnframt víðáttumesta eldstöð landsins, talin vera nálægt 200 kílómetra löng og allt að 25 kílómetra breið. Eldstöðin er hulin ís og í henni leynist gríðarmikil jökulfyllt askja, er fram kemur á vefsetrinu Eldgos.is „Vegna þess hve fjarri eldstöðin var byggðu bóli þá var fremur lítið var vitað um Bárðarbungu lengi vel en smámsaman varð mönnum ljóst að undir þessari miklu íshellu í norðvesturjaðri Vatnajökuls leyndist eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands.“ Bárðarbunga er jafnframt næsthæsta fjall landsins en hæsti tindur hennar gnæfir 2009 metra yfir sjávarmáli. Mörg gjóskulög sem upphaflega voru eignuð öðrum eldstöðvakerfum í Vatnajökli hafa við síðari tíma rannsóknir reynst vera úr Bárðarbungu. Einnig leiddi Gjálpargosið 1996 í ljós að samspil getur átt sér stað milli Bárðarbungu og Grímsvatna. Þá hleypti kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu, um fimm á Richter, af stað gosi á milli eldstöðvanna en kvikan var ættuð úr Grímsvatnakerfinu.Gjálpargosið varð á sprungu nokkuð norðan Grímsvatna, því fylgdi jökullhlaup undan Skeiðarárjökli en talið er að rennslið í því hlaupi hafi numið 45.000 rúmmetrum á sekúndu. Í hlaupinu tók af vegi og brýr á Skeiðarársandi auk þess sem hlaupið sópaði burtu raflínum og símalínum á löngum köflum Mikil jarðskjálftavirkni hefur lengi verið viðvarandi í Bárðarbungu án þess að til goss hafi komið en „skjálftarnir staðfesta að þarna er bráðlifandi eldfjall,“ eins og þar kemur fram. Bárðarbunga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Mikil skjálftavirkni hefur verið í eldstöðinni Bárðarbungu allt frá því á fjórða tímanum í nótt og eru skjálftarnir nú orðnir á þriðja hundrað talsins. Virknin er sú mesta í mörg ár og ekki hægt að útiloka að innskot hafi komist upp á yfirborðið undir jöklinum. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna þessa og hefur flugmálayfirvöldum verið gert viðvart enda er Bárðarbunga í Vatnajökli stór og öflug megineldstöð. Hún er jafnframt víðáttumesta eldstöð landsins, talin vera nálægt 200 kílómetra löng og allt að 25 kílómetra breið. Eldstöðin er hulin ís og í henni leynist gríðarmikil jökulfyllt askja, er fram kemur á vefsetrinu Eldgos.is „Vegna þess hve fjarri eldstöðin var byggðu bóli þá var fremur lítið var vitað um Bárðarbungu lengi vel en smámsaman varð mönnum ljóst að undir þessari miklu íshellu í norðvesturjaðri Vatnajökuls leyndist eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands.“ Bárðarbunga er jafnframt næsthæsta fjall landsins en hæsti tindur hennar gnæfir 2009 metra yfir sjávarmáli. Mörg gjóskulög sem upphaflega voru eignuð öðrum eldstöðvakerfum í Vatnajökli hafa við síðari tíma rannsóknir reynst vera úr Bárðarbungu. Einnig leiddi Gjálpargosið 1996 í ljós að samspil getur átt sér stað milli Bárðarbungu og Grímsvatna. Þá hleypti kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu, um fimm á Richter, af stað gosi á milli eldstöðvanna en kvikan var ættuð úr Grímsvatnakerfinu.Gjálpargosið varð á sprungu nokkuð norðan Grímsvatna, því fylgdi jökullhlaup undan Skeiðarárjökli en talið er að rennslið í því hlaupi hafi numið 45.000 rúmmetrum á sekúndu. Í hlaupinu tók af vegi og brýr á Skeiðarársandi auk þess sem hlaupið sópaði burtu raflínum og símalínum á löngum köflum Mikil jarðskjálftavirkni hefur lengi verið viðvarandi í Bárðarbungu án þess að til goss hafi komið en „skjálftarnir staðfesta að þarna er bráðlifandi eldfjall,“ eins og þar kemur fram.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira