„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2014 16:28 Mikil skjálftavirkni hefur verið í eldstöðinni Bárðarbungu allt frá því á fjórða tímanum í nótt og eru skjálftarnir nú orðnir á þriðja hundrað talsins. Virknin er sú mesta í mörg ár og ekki hægt að útiloka að innskot hafi komist upp á yfirborðið undir jöklinum. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna þessa og hefur flugmálayfirvöldum verið gert viðvart enda er Bárðarbunga í Vatnajökli stór og öflug megineldstöð. Hún er jafnframt víðáttumesta eldstöð landsins, talin vera nálægt 200 kílómetra löng og allt að 25 kílómetra breið. Eldstöðin er hulin ís og í henni leynist gríðarmikil jökulfyllt askja, er fram kemur á vefsetrinu Eldgos.is „Vegna þess hve fjarri eldstöðin var byggðu bóli þá var fremur lítið var vitað um Bárðarbungu lengi vel en smámsaman varð mönnum ljóst að undir þessari miklu íshellu í norðvesturjaðri Vatnajökuls leyndist eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands.“ Bárðarbunga er jafnframt næsthæsta fjall landsins en hæsti tindur hennar gnæfir 2009 metra yfir sjávarmáli. Mörg gjóskulög sem upphaflega voru eignuð öðrum eldstöðvakerfum í Vatnajökli hafa við síðari tíma rannsóknir reynst vera úr Bárðarbungu. Einnig leiddi Gjálpargosið 1996 í ljós að samspil getur átt sér stað milli Bárðarbungu og Grímsvatna. Þá hleypti kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu, um fimm á Richter, af stað gosi á milli eldstöðvanna en kvikan var ættuð úr Grímsvatnakerfinu.Gjálpargosið varð á sprungu nokkuð norðan Grímsvatna, því fylgdi jökullhlaup undan Skeiðarárjökli en talið er að rennslið í því hlaupi hafi numið 45.000 rúmmetrum á sekúndu. Í hlaupinu tók af vegi og brýr á Skeiðarársandi auk þess sem hlaupið sópaði burtu raflínum og símalínum á löngum köflum Mikil jarðskjálftavirkni hefur lengi verið viðvarandi í Bárðarbungu án þess að til goss hafi komið en „skjálftarnir staðfesta að þarna er bráðlifandi eldfjall,“ eins og þar kemur fram. Bárðarbunga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira
Mikil skjálftavirkni hefur verið í eldstöðinni Bárðarbungu allt frá því á fjórða tímanum í nótt og eru skjálftarnir nú orðnir á þriðja hundrað talsins. Virknin er sú mesta í mörg ár og ekki hægt að útiloka að innskot hafi komist upp á yfirborðið undir jöklinum. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna þessa og hefur flugmálayfirvöldum verið gert viðvart enda er Bárðarbunga í Vatnajökli stór og öflug megineldstöð. Hún er jafnframt víðáttumesta eldstöð landsins, talin vera nálægt 200 kílómetra löng og allt að 25 kílómetra breið. Eldstöðin er hulin ís og í henni leynist gríðarmikil jökulfyllt askja, er fram kemur á vefsetrinu Eldgos.is „Vegna þess hve fjarri eldstöðin var byggðu bóli þá var fremur lítið var vitað um Bárðarbungu lengi vel en smámsaman varð mönnum ljóst að undir þessari miklu íshellu í norðvesturjaðri Vatnajökuls leyndist eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands.“ Bárðarbunga er jafnframt næsthæsta fjall landsins en hæsti tindur hennar gnæfir 2009 metra yfir sjávarmáli. Mörg gjóskulög sem upphaflega voru eignuð öðrum eldstöðvakerfum í Vatnajökli hafa við síðari tíma rannsóknir reynst vera úr Bárðarbungu. Einnig leiddi Gjálpargosið 1996 í ljós að samspil getur átt sér stað milli Bárðarbungu og Grímsvatna. Þá hleypti kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu, um fimm á Richter, af stað gosi á milli eldstöðvanna en kvikan var ættuð úr Grímsvatnakerfinu.Gjálpargosið varð á sprungu nokkuð norðan Grímsvatna, því fylgdi jökullhlaup undan Skeiðarárjökli en talið er að rennslið í því hlaupi hafi numið 45.000 rúmmetrum á sekúndu. Í hlaupinu tók af vegi og brýr á Skeiðarársandi auk þess sem hlaupið sópaði burtu raflínum og símalínum á löngum köflum Mikil jarðskjálftavirkni hefur lengi verið viðvarandi í Bárðarbungu án þess að til goss hafi komið en „skjálftarnir staðfesta að þarna er bráðlifandi eldfjall,“ eins og þar kemur fram.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira