700 skjálftar frá miðnætti Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. ágúst 2014 20:00 Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. Ekki sé útilokað að hrinan endi með eldgosi. Áframhaldandi virkni hefur verið við Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajölkli í dag og hafa um 700 jarðskjálftar mælst frá því á miðnætti samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Þrír sterkir skjálftar mældust í nótt, sá sterkasti 3,5 stig á stærð. Upptök jarðskjálftanna eru á um tíu kílómetra dýpi. Vísindamannaráð almannavarna fundaði í morgun vegna skjálftahrinunnar og telja vísindamenn að virknin orsakist af innskotavirkni kviku í jarðskorpunni. Engin merki sjást enn um að gos sé hafið í Bárðarbungu en ekki er útilokað að skjálftavirknin leiði til eldgoss. „Við höfum aldrei vaktað þetta svæði eins vel og nú. Við sjáum það sem er í gangi núna miklu betur heldur en það sem hefur gerst áður. Svona innskot gerast reglulega á þessu svæði en þetta er stærsta hrina sem hefur komið mjög lengi,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands.Eru áhyggjur um að það gæti komið gos í Bárðarbungu? „Við gerum ráð fyrir því að það gæti komið gos í Bárðarbungu. Ég tel það ekki líklegasta möguleikann en það er möguleiki,“ segir Benedikt. Embætti ríkislögreglustjóra lýsti í gær yfir óvissustigi á Bárðarbungu vegna skjálftahrinunar og sendi Veðurstofan einnig út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er á svæðinu. Benedikt á ekki von á því að gos hefjist á allra næstu dögum. „Það sem er líklegast er að þetta sé byrjunin á atburðarrás sem á eftir að teygjast mánuði eða jafnvel ár, áratugi. Þetta er kannski hluti af atburðarrás sem hefur verið í gangi áður og við höfum séð aukna virkni í Bárðarbungu á síðustu áratugum.“ Bárðarbunga Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. Ekki sé útilokað að hrinan endi með eldgosi. Áframhaldandi virkni hefur verið við Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajölkli í dag og hafa um 700 jarðskjálftar mælst frá því á miðnætti samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Þrír sterkir skjálftar mældust í nótt, sá sterkasti 3,5 stig á stærð. Upptök jarðskjálftanna eru á um tíu kílómetra dýpi. Vísindamannaráð almannavarna fundaði í morgun vegna skjálftahrinunnar og telja vísindamenn að virknin orsakist af innskotavirkni kviku í jarðskorpunni. Engin merki sjást enn um að gos sé hafið í Bárðarbungu en ekki er útilokað að skjálftavirknin leiði til eldgoss. „Við höfum aldrei vaktað þetta svæði eins vel og nú. Við sjáum það sem er í gangi núna miklu betur heldur en það sem hefur gerst áður. Svona innskot gerast reglulega á þessu svæði en þetta er stærsta hrina sem hefur komið mjög lengi,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands.Eru áhyggjur um að það gæti komið gos í Bárðarbungu? „Við gerum ráð fyrir því að það gæti komið gos í Bárðarbungu. Ég tel það ekki líklegasta möguleikann en það er möguleiki,“ segir Benedikt. Embætti ríkislögreglustjóra lýsti í gær yfir óvissustigi á Bárðarbungu vegna skjálftahrinunar og sendi Veðurstofan einnig út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er á svæðinu. Benedikt á ekki von á því að gos hefjist á allra næstu dögum. „Það sem er líklegast er að þetta sé byrjunin á atburðarrás sem á eftir að teygjast mánuði eða jafnvel ár, áratugi. Þetta er kannski hluti af atburðarrás sem hefur verið í gangi áður og við höfum séð aukna virkni í Bárðarbungu á síðustu áratugum.“
Bárðarbunga Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira