Erlent

Grunur um tilfelli af ebólu í Berlín

Atli Ísleifsson skrifar
Rúmlega 1.200 manns hafa látist úr ebólu síðustu mánuði og er faraldurinn sá mannskæðasti sinnar tegundar nokkurn tímann.
Rúmlega 1.200 manns hafa látist úr ebólu síðustu mánuði og er faraldurinn sá mannskæðasti sinnar tegundar nokkurn tímann. Vísir/AFP
Slökkvilið í Berlín hefur látið loka miðstöð fyrir atvinnuleitendur í borginni eftir að þrítug kona veiktist. Grunur leikur á að hún hafi smitast af ebólu.

Síðdegis greindi Berliner Morgenpost að sérfræðingar á sjúkrahúsinugeri ráð fyrir að konan sé með magasýningu en blóð konunnar verður rannsakað engu að síður til að hægt sé að útiloka ebólusýkingu.

Í frétt Bild segir að konan komi frá Vestur-Afríku þar sem ebólufaraldur hefur geisað síðustu mánuði og kostað rúmlega 1.200 mannslíf. Að sögn á að hafa liðið yfir konuna í miðstöðinni sem stendur við Storkower Strasse í hverfinu Prenzlauer Berg í norðausturhluta þýsku höfuðborgarinnar.

Konan sjálf hefur verið flutt á Virchow-miðstöðina á Berliner Charité sjúkrahúsinu sem er best búið til að fást við að einangra sjúklinga. Að sögn á konan nýlega að hafa verið í samskiptum við ebólusmitaða í heimalandi sínu.


Tengdar fréttir

Annar sérfræðingur fellur í Síerra Leone

Mikill skortur er nú á læknum í landinu en andlát Dr. Modupeh Cole, ber að einungis tveimur vikum eftir fráfall dr. Sheiks Omarrs Khan sem stjórnaði aðgerðum gegn veirunni í austurhluta landins.

Óttast frekari útbreiðslu ebólu

Yfirvöld í Líberíu óttast frekari útbreiðslu ebólu eftir að ráðist var á heilsugæslustöð sem hýst einstaklinga sem grunaðir voru um að hafa smitast af ebólu.

Meira en þúsund manns hafa látið lífið

Einungis tveir Bandaríkjamenn og einn Spánverji hafa til þessa fengið að njóta góðs af lyfjum. Afríkubúar hafa hins vegar enn engin lyf fengið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×