Erlent

Kerry vill að deiluaðilar nýti tækifærið

Atli Ísleifsson skrifar
John Kerry ítrekaði afstöðu Bandaríkjastjórnar að Ísraelar eigi fullan rétt á að verjast eldflaugaárásum Hamas-liða.
John Kerry ítrekaði afstöðu Bandaríkjastjórnar að Ísraelar eigi fullan rétt á að verjast eldflaugaárásum Hamas-liða. Vísir/AFP
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur hvatt Ísraela og Palestínumenn til að nýta sér yfirstandandi vopnahlé og taka upp frekari viðræður til að vinna að friði.

Kerry sagði í viðtali við BBC að ástandið á Gasa gæti stuðlað að því að menn sæju nauðsyn þess að vinna að svokallaðri „tveggja ríkja lausn“.

Stjórnvöld í Ísrael og Hamas-samtökin samþykktu tillögu Egypta um 72 stunda vopnahlé á mánudagskvöldið. Átök hafa nú staðið yfir í fjórar vikur á Gasa og hafa þau kostað um 1.900 mannslíf.

Ísraelsk og palestínsk stjórnvöld hafa sent sendinefndir til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, til að ræða möguleikann á lengra vopnahléi.

Kerry ítrekaði í viðtalinu afstöðu Bandaríkjastjórnar að Ísraelar væru í fullum rétti til að verja landið fyrir eldflaugaárásum Hamas-liða.


Tengdar fréttir

Hjúkrar særðum á Gasa

Elín Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur er komin til starfa á Gasa ströndinni, þar sem hún mun hjúkra stríðssærðum á vegum Rauða krossins næstu vikur.

Hersveitir Ísraela yfirgefa Gasa

Ísraelsmenn segjast hafa dregið allar hersveitir sínar frá Gasasvæðinu og í varnarstöður umhverfis það. Þetta var tilkynnt í morgun skömmu áður en sjötíu og tveggja tíma vopnahlé gekk í gildi.

Ísraelar fallast á nýtt vopnahlé

Sprengjuárásir Ísraelshers á íbúa Gasa höfðu síðdegis í gær kostað 1.880 manns lífið frá því þær hófust fyrir tæpum mánuði. Ísraelar féllust í gær á tillögur Egypta um þriggja daga vopnahlé, sem átti að hefjast í morgun. Palestínumenn hafa einnig fallist á þetta vopnahlé. Árásirnar hófust þann 8. júlí og létu Ísraelar sér í fyrstu nægja loftárásir, en þann 17. júlí var landherinn sendur inn á Gasasvæðið.

Warsi barónessa segir af sér vegna Gasa

Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, Sayeeda Warsi barónessa, sagði í morgun af sér. Ástæðan er óánægja hennar með stefnu ríkisstjórnar Davids Cameron í málefnum Ísraels og Palestínu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.