Erlent

Baráttan við skógareldana gengur betur

mynd/svt/tt
Betur hefur gengið að hemja skógareldana í Svíþjóð síðustu klukkustundirnar en þeir hafa brunnið nær stjórnlaust í sex daga. Nú segjast slökkviliðsmenn hafa náð að hefta útbreiðslu þeirra í Västmanland og því er ekki talið að bærinn Norberg sé í hættu eins og óttast var í gær.

Því hefur verið ákveðið að leyfa íbúum bæjarins að snúa aftur til síns heima. Í nótt rigndi dálítið á svæðinu og frekari rigningar eru í kortunum í dag sem gefur slökkviliðsmönnum von um að að hægt verði að vinna bug á eldhafinu sem þegar hefur kostað eitt mannslíf og þá er einn alvarlega slasaður á sjúkrahúsi.


Tengdar fréttir

Heimili Íslendings í hættu vegna eldanna

„Við fengum vinafólk okkar sem er með lykil að húsinu okkar til að fara heim og ná í myndir og það sem okkur þykir vænt um,“ segir Anna Lindgren.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×