Erlent

Yfir þúsund flýja skógarbruna í Svíþjóð

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
mynd/svt/tt
Um þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín eftir gríðarmikla skógarelda sem loga nú vestur af bænum Sala í Västmanland í Svíþjóð. Allt að tíu þúsund hektarar af skóglendi hafa staðið í ljósum logum í fimm daga og er eldurinn er einn sá stærsti í sögu Svíþjóðar.

Slökkviliðsmaður á svæðinu segir í samtali við sænska ríkisútvarpið að ástandið sé mjög alvarlegt og eldurinn nær stjórnlaus. Þá segir talsmaður aðgerðarstjórnar á svæðinu að neyðarástand ríki. Erfitt hefur reynst að ráða niðurlögum eldsins þar sem vindur er mikill og hiti hár.  Líkur eru því á að baráttan við eldhafið muni vara í allt að einn mánuð.

Níu menn festust í eldhafinu í gær en tókst flugmönnum sænska flughersins að bjarga þeim öllum. Á annað hundrað berjast nú við eldinn, þar af sextíu slökkviliðsmenn, fimmtíu hermenn og fjöldi sjálfboðaliða. Reykjarmökkurinn umlykur bæinn allan og er hann það stór að hann sést vel frá Noregi og Álandseyjum.




Tengdar fréttir

Fórst í skógareldunum í Svíþjóð

Einn er nú látinn í skógareldunum sem geisað hafa í Mið-Svíþjóð síðustu daga og fimmþúsund manns í bænum Norberg búa sig nú undir að yfirgefa heimili sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×