Innlent

Íbúar Norberg flýja skógarelda í Svíþjóð

Samúel Karl Ólason skrifar
Slökkviliðsmenn víðsvegar frá Svíþjóð hafa barist við skógareldana í sex daga.
Slökkviliðsmenn víðsvegar frá Svíþjóð hafa barist við skógareldana í sex daga. Vísir/AFP/Facebook
Íbúum bæjarins Norberg í Svíþjóð hefur verið ráðlagt að yfirgefa heimili sín vegna gífurlegra skógarelda sem nú geysa þar í landi. Um er að ræða einn stærsta skógareld í sögu Svíþjóðar. Íslendingurinn Anna Lindgren býr í Norberg en hún segir sumarhús fjölskyldunnar hafa brunnið í eldinum.

Nú segir hún eldinn vera í um átta kílómetra fjarlægð frá heimili sínu og fjölskyldu hennar.

Anna er nú í sumarfríi með fjölskyldu sinni og var því ekki í Norberg þegar íbúum var ráðlagt að fara.

„Við fengum vinafólk okkar sem er með lykil að húsinu okkar, til að fara heim og ná í myndir og það sem okkur þykir vænt um. Síðan verðum við bara að vona það besta. Við megum ekki fara heim. Það er bara lokað,“ segir Anna.

Fyrir höfðu þúsund manns flúið eldinn en lögreglan fann lík manns í nótt sem lést vegna eldsins. Talið er að um 15 þúsund hektarar hafi brunnið í skógareldinum sem slökkviliðsmenn hafa barist við í sex daga.

Slökkviliðsmenn frá Ítalíu og Frakklandi eru á leið til Svíþjóðar til að hjálpa við slökkvistörfin.

Rætt var við Önnu í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×