Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - ÍBV | Þjóðhátíðarblús Eyjamanna í Lautinni Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fylkisvelli skrifar 6. ágúst 2014 14:30 Vísir/Arnþór Fylkir lagði ÍBV 2-1 í fjórtándu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta í kvöld. Fylkir lyfti sér upp fyrir ÍBV með sigrinum. ÍBV byrjaði leikinn öllu betur án þess þó að skapa sér teljandi færi. Liðið var meira með boltann og gerði sig líklegt með skotum utan af velli. Það var því örlítið gegn gangi leiksins að Agnar Bragi Magnússon kom Fylki yfir á 25. mínútu úr fyrstu teljandi sókn liðsins í leiknum. Leikurinn breyttist við markið. Fylkir sótti í sig veðrið og þó leikmenn liðsins hafi oft átt í miklum vandræðum með að koma boltanum á samherja fékk Fylkir hættulegri færi áður en Albert Brynjar Ingason tvöfaldaði forystu liðsins fjórum mínútum fyrir hálfleik. Eyjamenn misstu dampinn við að lenda undir og áttu í miklum vandræðum með að rífa sig upp aftur. Varnarmenn og miðjumenn Fylkis voru duglegir að láta sóknarmenn ÍBV finna fyrir því í hvert skipti sem þeir fengu boltann framarlega á vellinum. Eyjamenn virtust alltaf mega eiga von að léttu sparki í hælana og varð það til þess að liðið náði lítið að byggja upp í sókninni. Það var ekki fyrr en undir lok leiksins að ÍBV náði að koma boltanum inn í teig og þegar tíu mínútur voru eftir komst liðið inn í leikinn þegar Andri Ólafsson skallaði boltann í netið. Markið kom í kjölfar besta karla ÍBV í leiknum en Eyjamenn náðu ekki að fylgja markinu eftir og Fylkir tók strax völdin á leiknum aftur og gerðu út um leikinn þegar Eiður Aron Sigurbjörnsson varð fyrir því óláni að senda boltann í eigið mark skömmu fyrir leikslok. Sanngjarn sigur Fylkis staðreynd en Fylkir lyfti sér áttunda sæti deildarinnar með sigrinum. Liðið er þó aðeins tveimur stigum frá fallsæti. ÍBV er í 10. sæti með 13 stig. Ásmundur: Viljum spila við þá í hverri viku„Hver leikur og hvert stig er auðvitað mikilvægt í þessari baráttu. Fylkisliðið mætti tilbúið til leiks og lögðu líf, limi og sál í leikinn og það skilaði sér í þremur stigum,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis. „Í þessari baráttu þá snýst þetta ekki um að spila flottasta fótboltann heldur skora mörkin, vinna leikina og hirða stigin. „Þetta var mikill baráttuleikur. ÍBV er með gott lið sem er búið að vera á ágætis skriði í deildinni og við vissum að þetta yrði erfiður leikur og það er því mun sætara að klára þetta svona,“ sagði Ásmundur sem kann vel við að leika við ÍBV því Fylkir vann fyrri leik liðanna í sumar einnig 3-1. „Við viljum spila við þá helst í hverri viku,“ sagði Ásmundur léttur sem fagnaði því líka að fá Albert Brynjar Ingason inn í liðið. „Hann er mjög mikilvægur. Mikilvægur fyrir liðið og fyrir hópinn. Það er mjög sterkt fyrir okkur að fá hann inn í þetta.“ Agnar Bragi Magnússon fór af leikvelli í hálfleik en hann skoraði fyrsta mark leiksins. „Þetta er fyrsti byrjunarliðsleikurinn hans og hann er ekki í besta hlaupastandinu. Það er ágætt að skipta því á milli hans og Gústa (Kjartans Ágústs Breiðdal) sem er búinn að vera í langtíma meiðslum líka. Þetta var nokkrun vegin skipulagt fyrirfram svona,“ sagði Ásmundur sem kom byrjunarlið ÍBV nokkuð á óvart. „Já, þeir gerðu nokkrar breytingar á sínu liði sem kom mér aðeins á óvart en ekkert þannig að það skipti sköpum.“ Sigurður Ragnar: Gáfum allt of ódýr mörk„Við töluðum um það fyrir leik að þetta væri sex stiga leikur og við vorum mjög svekktir með okkar leik í fyrri umferðinni gegn Fylki sem var lélegasti leikurinn okkar og í dag áttum við alls ekki góðan dag,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari ÍBV. „Mér fannst Fylkir eiga sigurinn fyllilega skilinn. Við náðum að bæta okkar leik aðeins í seinni hálfleik og komum til baka aðeins en við gáfum allt of ódýr mörk í þessum leik og það má ekkert í þessari deild. Þá er þér refsað. „Mér fannst við byrja fyrri hálfleikinn illa og ekki vera á fullu gasi, einhverra hluta vegna. Ég veit ekki hvort það er þjóðhátíðin eða eitthvað annað. Við bættum okkar leik í seinni hálfleik og spiluðum hann á fullu og ég var sáttari við þann hálfleik. „Það voru fáir í dag sem spiluðu af getu. Við þurfum að setjast niður, finna lausnir og gera betur. Við náðum ágætis kafla í nokkrum síðustu umferðum en síðustu tveir þrír leikir hafa ekki verið eins góðir hjá okkur,“ sagði Sigurður Ragnar en ÍBV er nú aðeins stigi frá fallsæti. „Það er stutt niður og við viljum auðvitað ekki vera í fallbaráttunni en það er engu að síður staðreynd í dag. Við erum í þessari fallbaráttu og þurfum að berjast fyrir okkar lífi í þessari deild eins og önnur lið í þessari baráttu. Þetta er allt mjög jafnt.“ Miðverðir ÍBV hafa oftast ef ekki alltaf leikið betur en í kvöld en Sigurður Ragnar vildi ekki benda fingrinum á þá frekar en aðra leikmenn liðsins í kvöld. „Það er auðvelt að finna sökudólga og pikka einhverja leikmenn út og segja að þessi og hinn var ekki nógu góður í kvöld. Þetta snýst um að við erum í liðsíþrótt og það er allt liðið sem verst og það er allt liðið sem reynir að koma í veg fyrir að við fáum á okkur mörk og það er allt liðið sem reynir að sækja þegar við erum með boltann. Það þjónar engum tilgangi að pikka út leikmenn og segja að þeir hafi ekki verið góðir. Heilt yfir vorum við ekki nógu góðir og Fylkismenn betri en við,“ sagði Sigurður Ragnar sem vildi ekki meina að tapaði gegn KR í undanúrslitum bikarsins hafi setið í liðinu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Fylkir lagði ÍBV 2-1 í fjórtándu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta í kvöld. Fylkir lyfti sér upp fyrir ÍBV með sigrinum. ÍBV byrjaði leikinn öllu betur án þess þó að skapa sér teljandi færi. Liðið var meira með boltann og gerði sig líklegt með skotum utan af velli. Það var því örlítið gegn gangi leiksins að Agnar Bragi Magnússon kom Fylki yfir á 25. mínútu úr fyrstu teljandi sókn liðsins í leiknum. Leikurinn breyttist við markið. Fylkir sótti í sig veðrið og þó leikmenn liðsins hafi oft átt í miklum vandræðum með að koma boltanum á samherja fékk Fylkir hættulegri færi áður en Albert Brynjar Ingason tvöfaldaði forystu liðsins fjórum mínútum fyrir hálfleik. Eyjamenn misstu dampinn við að lenda undir og áttu í miklum vandræðum með að rífa sig upp aftur. Varnarmenn og miðjumenn Fylkis voru duglegir að láta sóknarmenn ÍBV finna fyrir því í hvert skipti sem þeir fengu boltann framarlega á vellinum. Eyjamenn virtust alltaf mega eiga von að léttu sparki í hælana og varð það til þess að liðið náði lítið að byggja upp í sókninni. Það var ekki fyrr en undir lok leiksins að ÍBV náði að koma boltanum inn í teig og þegar tíu mínútur voru eftir komst liðið inn í leikinn þegar Andri Ólafsson skallaði boltann í netið. Markið kom í kjölfar besta karla ÍBV í leiknum en Eyjamenn náðu ekki að fylgja markinu eftir og Fylkir tók strax völdin á leiknum aftur og gerðu út um leikinn þegar Eiður Aron Sigurbjörnsson varð fyrir því óláni að senda boltann í eigið mark skömmu fyrir leikslok. Sanngjarn sigur Fylkis staðreynd en Fylkir lyfti sér áttunda sæti deildarinnar með sigrinum. Liðið er þó aðeins tveimur stigum frá fallsæti. ÍBV er í 10. sæti með 13 stig. Ásmundur: Viljum spila við þá í hverri viku„Hver leikur og hvert stig er auðvitað mikilvægt í þessari baráttu. Fylkisliðið mætti tilbúið til leiks og lögðu líf, limi og sál í leikinn og það skilaði sér í þremur stigum,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis. „Í þessari baráttu þá snýst þetta ekki um að spila flottasta fótboltann heldur skora mörkin, vinna leikina og hirða stigin. „Þetta var mikill baráttuleikur. ÍBV er með gott lið sem er búið að vera á ágætis skriði í deildinni og við vissum að þetta yrði erfiður leikur og það er því mun sætara að klára þetta svona,“ sagði Ásmundur sem kann vel við að leika við ÍBV því Fylkir vann fyrri leik liðanna í sumar einnig 3-1. „Við viljum spila við þá helst í hverri viku,“ sagði Ásmundur léttur sem fagnaði því líka að fá Albert Brynjar Ingason inn í liðið. „Hann er mjög mikilvægur. Mikilvægur fyrir liðið og fyrir hópinn. Það er mjög sterkt fyrir okkur að fá hann inn í þetta.“ Agnar Bragi Magnússon fór af leikvelli í hálfleik en hann skoraði fyrsta mark leiksins. „Þetta er fyrsti byrjunarliðsleikurinn hans og hann er ekki í besta hlaupastandinu. Það er ágætt að skipta því á milli hans og Gústa (Kjartans Ágústs Breiðdal) sem er búinn að vera í langtíma meiðslum líka. Þetta var nokkrun vegin skipulagt fyrirfram svona,“ sagði Ásmundur sem kom byrjunarlið ÍBV nokkuð á óvart. „Já, þeir gerðu nokkrar breytingar á sínu liði sem kom mér aðeins á óvart en ekkert þannig að það skipti sköpum.“ Sigurður Ragnar: Gáfum allt of ódýr mörk„Við töluðum um það fyrir leik að þetta væri sex stiga leikur og við vorum mjög svekktir með okkar leik í fyrri umferðinni gegn Fylki sem var lélegasti leikurinn okkar og í dag áttum við alls ekki góðan dag,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari ÍBV. „Mér fannst Fylkir eiga sigurinn fyllilega skilinn. Við náðum að bæta okkar leik aðeins í seinni hálfleik og komum til baka aðeins en við gáfum allt of ódýr mörk í þessum leik og það má ekkert í þessari deild. Þá er þér refsað. „Mér fannst við byrja fyrri hálfleikinn illa og ekki vera á fullu gasi, einhverra hluta vegna. Ég veit ekki hvort það er þjóðhátíðin eða eitthvað annað. Við bættum okkar leik í seinni hálfleik og spiluðum hann á fullu og ég var sáttari við þann hálfleik. „Það voru fáir í dag sem spiluðu af getu. Við þurfum að setjast niður, finna lausnir og gera betur. Við náðum ágætis kafla í nokkrum síðustu umferðum en síðustu tveir þrír leikir hafa ekki verið eins góðir hjá okkur,“ sagði Sigurður Ragnar en ÍBV er nú aðeins stigi frá fallsæti. „Það er stutt niður og við viljum auðvitað ekki vera í fallbaráttunni en það er engu að síður staðreynd í dag. Við erum í þessari fallbaráttu og þurfum að berjast fyrir okkar lífi í þessari deild eins og önnur lið í þessari baráttu. Þetta er allt mjög jafnt.“ Miðverðir ÍBV hafa oftast ef ekki alltaf leikið betur en í kvöld en Sigurður Ragnar vildi ekki benda fingrinum á þá frekar en aðra leikmenn liðsins í kvöld. „Það er auðvelt að finna sökudólga og pikka einhverja leikmenn út og segja að þessi og hinn var ekki nógu góður í kvöld. Þetta snýst um að við erum í liðsíþrótt og það er allt liðið sem verst og það er allt liðið sem reynir að koma í veg fyrir að við fáum á okkur mörk og það er allt liðið sem reynir að sækja þegar við erum með boltann. Það þjónar engum tilgangi að pikka út leikmenn og segja að þeir hafi ekki verið góðir. Heilt yfir vorum við ekki nógu góðir og Fylkismenn betri en við,“ sagði Sigurður Ragnar sem vildi ekki meina að tapaði gegn KR í undanúrslitum bikarsins hafi setið í liðinu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira