Erlent

Rússar beita eigin þvingunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað stofnunum ríkisins að hefta innflutning matvæla og landbúnaðarvara. Þá frá löndum sem hafa beitt Rússlandi viðskiptaþvingunum vegna átakana í Úkraínu.

Í tilskipun forsetans segir að slíkar vörur skuli vera bannaðar eða takmarkaðar í eitt ár. AP fréttaveitan segir að ekki sé tekið fram um hvaða vörur sé að ræða. Ráðuneytum Rússlands er ætlað að skilgreina það.

Mikið af matvælum frá vestrænum ríkjum eru flutt til Rússlands og þá sérstaklega til stærstu borganna, eins og Moskvu.

Tekið er fram í tilskipuninni að þessum aðgerðum sé ætlað að tryggja öryggi Rússlands. Þá er tekið fram að vörnum verði beitt gegn verðhækkunum. AP segir þessi atriði gefa í skyn að um sé að ræða takmarkarkaða heftun á innflutningi.


Tengdar fréttir

Leiðtogar G7 senda Rússum tóninn

Rússland mun sæta frekari viðskiptaþvingunum muni þeir ekki hætta stuðningi við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×