Erlent

Snowden verður í Rússlandi í þrjú ár í viðbót

Samúel Karl Ólason skrifar
Edward Snowden er vinsæll ráðstefnugestur en hann getur ekki yfirgefið Rússland.
Edward Snowden er vinsæll ráðstefnugestur en hann getur ekki yfirgefið Rússland. Vísir/AFP
Lögmaður uppljóstrarans Edward Snowden segir hann hafa fengið leyfi til að búa í Rússlandi í þrjú ár til viðbótar. Upprunalega fékk hann tímabundið hæli í Rússlandi til eins árs, en það rann út 1. ágúst.

Snowden flúði til Rússlands eftir að hafa lekið upplýsingum um símhleranir og gagnaupplýsingar Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA). Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa kært hann fyrir þjófnað á ríkiseigum og fyrir að miðla leynilegum upplýsingum.

AP fréttaveitan segir Anatoly Kucherena, lögmann Snowden, hafa sagt frá framlengingunni í fjölmiðlum í Rússlandi í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×