Grimmdarverkin halda áfram Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. júlí 2014 12:00 vísir/ap Bardagar á milli Ísraelshers og Hamas héldu áfram í nótt og telja má víst að tala þeirra sem féllu í gær eigi eftir að hækka. Hamas fer halloka í átökunum og ætlar Ísraelsher nú að fjölga hermönnum sínum um sextán þúsund. Þá verða í heildina 86 þúsund hermenn í herliði Ísraels. Hið grimmilega stríð sem geisar á milli hinna stríðandi fylkinga á Gasa heldur enn áfram og er þetta með mestu blóðsúthellingum á Mið-Austurlöndum í áraraðir. Um hundrað manns, stærstur hluti óbreyttir borgarar, féllu í átökunum í gær, þrátt fyrir fjögurra klukkustunda vopnahlé. Þá heldu loftárásir Ísraelshers áfram í morgun og létust að minnsta kosti sjö. Grimmdarverk hafa verið framin á báða bóga en fer Hamas halloka í bardögunum. Hryðjuverkunum er miskunnarlaust beitt gegn óbreyttum borgurum og er sprengjum varpað nær daglega á sjúkrahús, skóla og aðra fjölfarna staði. Þá hefur Ísraelsher lagt heilu þorpin í rúst þar sem talið er að skæruliðar eigi skjól en í kjölfarið hafa hundruð óbreyttra borgara fallið.Herða sókn á Gasa Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að halda áfram að herða sókn sína á Gasa gegn palestínskum skæruliðum og ætla að beina skotum sínum að skotpöllum auk þess að eyðileggja neðanjarðargöng undir landamærum Gasa. Herafli Ísraelshers er gríðarlega stór og eru hermenn nú orðnir 86 þúsund talsins. Greint er frá því í ísraelskum fjölmiðlum í dag að hernaðaraðgerðir á Gasa hafi kostað ríkissjóð Ísraels að jafnvirði 197 milljarða íslenskra króna.Lýsa Ísrael sem hryðjuverkaríki Bandaríkjaforseti, Frakklandsforseti, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og fleiri leiðtogar hafa hafa fordæmt árásirnar en lýsti ríkisstjórn Kanada yfir stuðningi sínum við Ísrael í gær. Þá hafa þrjú ríki í Suður-Ameríku kallað sendiherra sína heim frá Ísrael í mótmælaskyni við hernaðaraðgerðir á Gasasvæðinu. Aðgerð Ísraelshers, Operation Protective Edge, hófst fyrir tuttugu og fjórum dögum síðan. Síðan þá hafa 1.360 Palestínumenn fallið, bróðurpartur þeirra óbreyttir borgarar. Þá hafa 58 Ísraelsmenn fallið, tveir þeirra óbreyttir borgarar. Yfir sjö þúsund eru særðir og 200.000 eru á vergangi. 200.000 til viðbótar hafa leitað skjóls hjá Sameinuðu þjóðunum.Brotnaði niður Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, Christopher Gunness, brotnaði niður í viðtali við Al Jazeera í gær, eftir að sprengju var varpað á skólabyggingu þar sem fjöldinn allur af flóttamönnum hafði leitað skjóls. Fimmtán létust og tugir særðust í kjölfar sprengingarinnar. Gunness hefur upplifað árásirnar af eigin raun og er sorgin í augum hans átakanleg. Viðtalið við Gunness má sjá hér að neðan. Gasa Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Bardagar á milli Ísraelshers og Hamas héldu áfram í nótt og telja má víst að tala þeirra sem féllu í gær eigi eftir að hækka. Hamas fer halloka í átökunum og ætlar Ísraelsher nú að fjölga hermönnum sínum um sextán þúsund. Þá verða í heildina 86 þúsund hermenn í herliði Ísraels. Hið grimmilega stríð sem geisar á milli hinna stríðandi fylkinga á Gasa heldur enn áfram og er þetta með mestu blóðsúthellingum á Mið-Austurlöndum í áraraðir. Um hundrað manns, stærstur hluti óbreyttir borgarar, féllu í átökunum í gær, þrátt fyrir fjögurra klukkustunda vopnahlé. Þá heldu loftárásir Ísraelshers áfram í morgun og létust að minnsta kosti sjö. Grimmdarverk hafa verið framin á báða bóga en fer Hamas halloka í bardögunum. Hryðjuverkunum er miskunnarlaust beitt gegn óbreyttum borgurum og er sprengjum varpað nær daglega á sjúkrahús, skóla og aðra fjölfarna staði. Þá hefur Ísraelsher lagt heilu þorpin í rúst þar sem talið er að skæruliðar eigi skjól en í kjölfarið hafa hundruð óbreyttra borgara fallið.Herða sókn á Gasa Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að halda áfram að herða sókn sína á Gasa gegn palestínskum skæruliðum og ætla að beina skotum sínum að skotpöllum auk þess að eyðileggja neðanjarðargöng undir landamærum Gasa. Herafli Ísraelshers er gríðarlega stór og eru hermenn nú orðnir 86 þúsund talsins. Greint er frá því í ísraelskum fjölmiðlum í dag að hernaðaraðgerðir á Gasa hafi kostað ríkissjóð Ísraels að jafnvirði 197 milljarða íslenskra króna.Lýsa Ísrael sem hryðjuverkaríki Bandaríkjaforseti, Frakklandsforseti, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og fleiri leiðtogar hafa hafa fordæmt árásirnar en lýsti ríkisstjórn Kanada yfir stuðningi sínum við Ísrael í gær. Þá hafa þrjú ríki í Suður-Ameríku kallað sendiherra sína heim frá Ísrael í mótmælaskyni við hernaðaraðgerðir á Gasasvæðinu. Aðgerð Ísraelshers, Operation Protective Edge, hófst fyrir tuttugu og fjórum dögum síðan. Síðan þá hafa 1.360 Palestínumenn fallið, bróðurpartur þeirra óbreyttir borgarar. Þá hafa 58 Ísraelsmenn fallið, tveir þeirra óbreyttir borgarar. Yfir sjö þúsund eru særðir og 200.000 eru á vergangi. 200.000 til viðbótar hafa leitað skjóls hjá Sameinuðu þjóðunum.Brotnaði niður Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, Christopher Gunness, brotnaði niður í viðtali við Al Jazeera í gær, eftir að sprengju var varpað á skólabyggingu þar sem fjöldinn allur af flóttamönnum hafði leitað skjóls. Fimmtán létust og tugir særðust í kjölfar sprengingarinnar. Gunness hefur upplifað árásirnar af eigin raun og er sorgin í augum hans átakanleg. Viðtalið við Gunness má sjá hér að neðan.
Gasa Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira