Bardagakappi með Downs heilkenni vill fá að stíga í búrið Samúel Karl Ólason skrifar 21. júlí 2014 12:27 Garrett Holeve á forsíður Miami New Times. Mynd/Miami New Times „Ég get þetta. Ekki abbast upp á mig,“ segir hinn 24 ára Garrett „G-Money“ Holeve. Garrett hefur æft blandaðar bardagalistir hjá American Top Team æfingabúðunum í Flórída í fjögur ár og dreymir um að berjast. Tvisvar sinnum hafa skipulagðir bardagar hans verið stöðvaðir af yfirvöldum í Flórída. Síðast var það gert í ágúst einungis mínútum áður en bardaginn átti að hefjast. Nú ætlar Garrett að fara í mál við Flórída og búið er að stofna samtök sem heita Garrett´s fight. Þeim er ætlað að vinna að því að íþróttafólk með sérþarfir geti keppt í blönduðum bardagaíþróttum. Yfir 113 þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarlista til stuðnings Garrett. Garrett segir að berjast í búrinu veiti honum mikla ánægju og hann ætli að berjast fyrir því að fá að keppa. Hann segist reiðubúinn til að berjast og vill fá tækifæri til þess. Faðir Garrett, Mitch Holeve, hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni samkvæmt Today news fyrir að leyfa honum að æfa og stunda bardagaíþrótt. Hann segir þá sem gagnrýna sig ekki hafa hitt son sinn. Hann elski blandaðar bardagalistir. „Pabbi minn er ekki klikkaður,“ segir Garrett. „Þau eru klikkuð.“ Samtök fólks með Downs heilkenni í Bandaríkjunum standa einnig við bakið á Garrett, eins og fram kemur í tilkynningu þaðan. Stofnunin sem heldur utan um bardaga í Flórída, þvertekur fyrir að Garrett hafi verið bannað að berjast vegna þess að hann væri með Downs heilkenni. Öll leyfi hafi einfaldlega ekki legið fyrir. Hér að neðan má sjá frétt ESPN sjónvarpsstöðvarinnar um Garrett sem og brot úr bardaga hans frá því í febrúar í fyrra. Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira
„Ég get þetta. Ekki abbast upp á mig,“ segir hinn 24 ára Garrett „G-Money“ Holeve. Garrett hefur æft blandaðar bardagalistir hjá American Top Team æfingabúðunum í Flórída í fjögur ár og dreymir um að berjast. Tvisvar sinnum hafa skipulagðir bardagar hans verið stöðvaðir af yfirvöldum í Flórída. Síðast var það gert í ágúst einungis mínútum áður en bardaginn átti að hefjast. Nú ætlar Garrett að fara í mál við Flórída og búið er að stofna samtök sem heita Garrett´s fight. Þeim er ætlað að vinna að því að íþróttafólk með sérþarfir geti keppt í blönduðum bardagaíþróttum. Yfir 113 þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarlista til stuðnings Garrett. Garrett segir að berjast í búrinu veiti honum mikla ánægju og hann ætli að berjast fyrir því að fá að keppa. Hann segist reiðubúinn til að berjast og vill fá tækifæri til þess. Faðir Garrett, Mitch Holeve, hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni samkvæmt Today news fyrir að leyfa honum að æfa og stunda bardagaíþrótt. Hann segir þá sem gagnrýna sig ekki hafa hitt son sinn. Hann elski blandaðar bardagalistir. „Pabbi minn er ekki klikkaður,“ segir Garrett. „Þau eru klikkuð.“ Samtök fólks með Downs heilkenni í Bandaríkjunum standa einnig við bakið á Garrett, eins og fram kemur í tilkynningu þaðan. Stofnunin sem heldur utan um bardaga í Flórída, þvertekur fyrir að Garrett hafi verið bannað að berjast vegna þess að hann væri með Downs heilkenni. Öll leyfi hafi einfaldlega ekki legið fyrir. Hér að neðan má sjá frétt ESPN sjónvarpsstöðvarinnar um Garrett sem og brot úr bardaga hans frá því í febrúar í fyrra.
Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira