„Við getum ekki tryggt öryggi fólks“ Atli Ísleifsson skrifar 24. júlí 2014 13:12 Vopnaða lögreglumenn má nú sjá á Gardermoen flugvelli og víðs vegar annars staðar um Noreg. Vísir/AFP Trúverðug hryðjuverkaógn steðjar nú að Noregi og höfuðborgin Ósló er eitt af líklegustu skotmörkunum við mögulega árás. Þetta sagði Johan Fredriksen hjá Óslóarlögreglunni á fréttamannafundi nú í hádeginu. Norsk lögregla undirbýr sig nú að koma í veg fyrir og ef til vill fást við afleiðingar mögulegrar hryðjuverkaárásar. „Við getum ekki tryggt öryggi fólks, en við getum gert ráðstafanir sem draga úr hættunni.“ Óslóarlögreglunni var tilkynnt um þá hryðjuverkaógn sem steðjar að Noregi í gærkvöldi. Við vinnum að því að greina og fást við ógnina stendur nú yfir, bæði utan og innan landamæra Noregs. „Það er ljóst að ógnin er alvarlegri en þær sem við höfum áður séð,“ segir Fredriksen. Að sögn Fredriksen er Ósló sá staður sem er talinn hvað líklegastur til að verða fyrir árás, bæði vegna íbúafjöldans og þeirra mikilvægu staða og stofnana sem finna má í borginni. Lögregla nýtur nú einnig aðstoðar norska hersins. „Mesta áskorun okkar er að koma á öryggisstigi sem brennimerkir ekki ákveðna hópa eða veldur hræðslu.“ Á vef SVT segir að þrátt fyrir þá ógn sem steðjar að landinu vilji Fredriksen að Óslóarbúar láti eins og vanalega, að hvers kyns starfsemi og fyrirhugaðir atburðir haldi áfram. Segir hann lögregluna vel undirbúna. Norway Cup, annað fjölmennasta fótboltamót heims, hefst á morgun þar sem þúsundir ungmenna koma saman. Fredriksen segist hafa fullan skilning á að foreldrar hiki við að senda börn sín á mótið. „Miðað við þær uppslýsingar sem við höfum er fólki óhult að senda börn sín á mótið.“ Tengdar fréttir Vara við hryðjuverkaárás á Noreg á næstu dögum Norska ríkisstjórnin og lögreglan varaði við að raunveruleg hætta stafi gegn öryggi ríkisins á fréttamannafundi sem var að klárast nú á níunda tímanum í Ósló. 24. júlí 2014 08:28 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Trúverðug hryðjuverkaógn steðjar nú að Noregi og höfuðborgin Ósló er eitt af líklegustu skotmörkunum við mögulega árás. Þetta sagði Johan Fredriksen hjá Óslóarlögreglunni á fréttamannafundi nú í hádeginu. Norsk lögregla undirbýr sig nú að koma í veg fyrir og ef til vill fást við afleiðingar mögulegrar hryðjuverkaárásar. „Við getum ekki tryggt öryggi fólks, en við getum gert ráðstafanir sem draga úr hættunni.“ Óslóarlögreglunni var tilkynnt um þá hryðjuverkaógn sem steðjar að Noregi í gærkvöldi. Við vinnum að því að greina og fást við ógnina stendur nú yfir, bæði utan og innan landamæra Noregs. „Það er ljóst að ógnin er alvarlegri en þær sem við höfum áður séð,“ segir Fredriksen. Að sögn Fredriksen er Ósló sá staður sem er talinn hvað líklegastur til að verða fyrir árás, bæði vegna íbúafjöldans og þeirra mikilvægu staða og stofnana sem finna má í borginni. Lögregla nýtur nú einnig aðstoðar norska hersins. „Mesta áskorun okkar er að koma á öryggisstigi sem brennimerkir ekki ákveðna hópa eða veldur hræðslu.“ Á vef SVT segir að þrátt fyrir þá ógn sem steðjar að landinu vilji Fredriksen að Óslóarbúar láti eins og vanalega, að hvers kyns starfsemi og fyrirhugaðir atburðir haldi áfram. Segir hann lögregluna vel undirbúna. Norway Cup, annað fjölmennasta fótboltamót heims, hefst á morgun þar sem þúsundir ungmenna koma saman. Fredriksen segist hafa fullan skilning á að foreldrar hiki við að senda börn sín á mótið. „Miðað við þær uppslýsingar sem við höfum er fólki óhult að senda börn sín á mótið.“
Tengdar fréttir Vara við hryðjuverkaárás á Noreg á næstu dögum Norska ríkisstjórnin og lögreglan varaði við að raunveruleg hætta stafi gegn öryggi ríkisins á fréttamannafundi sem var að klárast nú á níunda tímanum í Ósló. 24. júlí 2014 08:28 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Vara við hryðjuverkaárás á Noreg á næstu dögum Norska ríkisstjórnin og lögreglan varaði við að raunveruleg hætta stafi gegn öryggi ríkisins á fréttamannafundi sem var að klárast nú á níunda tímanum í Ósló. 24. júlí 2014 08:28